Fjölbreytt starf eldri borgara
Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá mun verða leitast við að segja frá því starfi sem unnið er meðal eldri borgara í söfnuðum landsins.
Þetta starf fer þó ekki aðeins fram í kirkjunum eða safnaðaðarheimilunum eins og fram kom í fréttinni frá Egilsstaðaprestakalli.
Það fer einnig fram á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og víðar.
Það sem oftast er kallað hefðbundið starf aldraðra er opið hús mánaðarlega eða vikulega, en starfið er miklu fjölbreyttara.
Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur prest í Akraneskirkju og spurði hana um starfið þar.
Sr. Ólöf Margrét sagði:
„Í Akraneskirkju er opið hús hálfsmánaðarlega með fjölbreyttri dagskrá.
Við fáum gesti með ýmis erindi eða erum með dagskrá að hætti hússins.
Boðið er upp á kaffi í lok hverrar samveru.
Einn miðvikudag í mánuði er karlakaffi sem er sérstaklega fyrir karlana að koma saman en það hefur verið erfiðara að fá þá til þátttöku í opna húsinu.
Það er bænastund alla miðvikudaga og boðið upp á súpu á eftir.
Þar eru allir velkomnir.
Í raun og veru eru allir velkomnir í starfið, þó það sé kallað eldri borgara starf."
En fyrir utan það starf sem fer fram í kirkjunni, hvernig er því háttað?
„Það er vikuleg bænastund á Hjúkrunarheimilinu Höfða, sem við prestarnir skiptum á milli okkar og einn sunnudag í mánuði er guðsþjónusta á Höfða.
Einnig er ég í góðu samstarfi við félagsstarfið í Hvalfjarðarsveit og hjá Akranesbæ.“
Á heimasíðuðu kirkjunnar má finna þessar upplýsingar um dagskrá vetrarins:
Dagskrá vor 2023:
11. janúar
Hallbera Jóhannesdóttir.
25. janúar
Þorragleði – Aðgangur kr. 2000. Skráning í síma 433 1500 / 433 1502 (Ólöf) eða netfang olof@akraneskirkja.is.
8. febrúar
Dagskrá að hætti hússins.
22. febrúar
Þórey Dögg Jónsdótttir, djákni, segir frá Löngumýri og fleiru.
8. mars
Bingó!
22. mars
Heimsókn í Bústaðakirkju, brottför frá Vinaminni kl. 13:00.
18. maí uppstigningardagur
Kirkjudagur aldraðra – vorferð
Karlakaffi.
Karlakaffi fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:30-15:00.
Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik.
Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.
Kaffi og meðlæti í lok samveru.
Dagskrá vor 2023:
1. febrúar
Einar K. Guðfinsson.
slg