Námskeið á vegum verkefnastjóra söngmála hjá Þjóðkirkjunni

7. febrúar 2023

Námskeið á vegum verkefnastjóra söngmála hjá Þjóðkirkjunni

Námskeið verður á vorönn 2023 fyrir starfsfólk kirkjunnar á vegum verkefnastjóra söngmála hjá Þjóðkirkjunni og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Námskeiðið er hugsað fyrir organista, presta, kórstjóra, djákna, æskulýðsleiðtoga og annað starfsfólk kirkjkunnar.

Að sögn verkefnisstjórans er það haldið til að gefa fólki tækifæri til að efla færni sína og auka starfsgleði með símenntun við hæfi.

Skráning á netfangið: tonskoli@tonskoli.is

Umsóknarfrestur er til miðvikudags 15. febrúar 2023.


Námskeiðin hefjast í febrúarlok, en tímar verða samkvæmt samkomulagi við þátttakendur.

Námskeiðin fela meðal annars í sér raddbeitingu, en þá er gert ráð fyrir sex kennslustundum sem standa í 50 mínútur.

Námsefnið mun verða aðlagað að þátttakendum.

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran verður kennari á höfuðborgarsvæðinu, Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran á Egilsstöðum, Margrét Árnadóttir, sópran og Ívar Helgason, tenór á Akureyri og Bergþór Pálsson, bariton á Ísafirði.


Orgelleikur verður kenndur í sex kennslustundum sem standa í 50 mínútur.

Námsefnið mun verða við hæfi þátttakenda.

Kári Þormar kennir á höfuðborgarsvæðinu, Sándor Kerekes á Egilsstöðum og Tuuli Rähni á Ísafirði.


Hljómsetning sálma og leikur eftir bókstafshljómum verður kennt í fimm kennslustundum sem standa í 50 mínútur.

Námsefnið er miðað við að grunnþekking sé fyrir hendi.

Kennsla verður eftir páska á höfuðborgarsvæðinu.

Kennari verður Tómas Guðni Eggertsson, píanó-og orgelleikari.

 

Gítarleikur - hljómsetning söngva og sálma fyrir æskulýðs- og safnaðarstarf.

Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af gítarleik.

Kennt verður í fjögur skipti í hóptímum sem verða 60 mínútur hver tími í mars og apríl.

Þráinn Árni Baldvinsson kennir á höfuðborgarsvæðinu.

Verð er 60.000 kr. fyrir námskeið í raddbeitingu og orgelleik, 50.000 kr. fyrir hljómsetningarnámskeið og 40.000 kr. fyrir gítarnámskeið.



slg





Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • List og kirkja

  • Menning

  • Námskeið

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls