Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

13. febrúar 2023

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Vígsluþegar ásamt Biskupi Íslands og vígsluvottum

Prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær 12. febrúar.

Biskup Íslands vígði tvo presta.

Vígð voru sr. Karen Hjartardóttir og sr. Ægir Örn Sveinsson.

Sr. Karen vígist til Bjarnanesprestakalls, sem nær yfir Hafnarsókn í Hornafirði, Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Hofssókn í Öræfum og Kálfafellsstaðarsókn.

Sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

Sr. Ægir Örn vígist til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Þar eru tvær sóknir, Ingjaldshólssókn og Ólafsvíkursókn.

Vígsluvottar voru sr. Gunnar Stígur Reynisson, sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur Vesturlandsprófastsdæmis og sr. Magnús Björnsson pastor emeritus.

Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari.


slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígsla

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls