Líflegt starf eldri borgara

24. febrúar 2023

Líflegt starf eldri borgara

Eldri borgarar á ferð

Eins og fram hefur komið að undanförnu er öflugt starf meðal eldri borgara á öllu landinu.

Í viðtali á kirkjan.is við Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma er starfið mjög mismunandi milli kirkna á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Alfreð Örn Finnsson í Digranes- og Hjallaprestakalli og spurði hann um starfið í prestakallinu en það fer fram í kirkjunum tveimur Digraneskirkju og Hjallakirkju.

Sr. Alfreð Örn sagði:

"Starf eldri borgara er líflegt í prestakallinu.

Starfið fer fram í Digraneskirkju á þriðjudögum og fimmtudögum í hverri viku.

Eins fer starfið einstaka sinnum fram í Hjallakirkju.

Dagskráin er eftirfarandi:

Á þriðjudögum er leikfimi eldri borgara kl. 11:00.

Þá kemur þjálfari og stjórnar ýmsum æfingum í kapellunni sem er rúmgóð og hentar vel fyrir ýmsa viðburði.

Klukkar tólf er svo hádegismatur, þar sem gjarnan er boðið upp á súpu og brauð.

Eftir matinn er helgistund sem ýmist prestar kirknanna eða gestir annast.

Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti Digraneskirkju leikur á orgelið og stýrir sálmasöng.

Í Hjallakirkju er Matthías V. Baldursson með sama hlutverk.

Eftir helgistundina er svo haldinn fyrirlestur eða einhvers konar fræðsla, gjarnan með myndasýningu.

Í heimsókn koma djáknar, rithöfundar, arkitektar og svo mætti lengi telja.

Dagskránni lýkur svo með kaffisopa og köku eða konfekti um tvö hálfþrjúleytið.


Á fimmtudögum er leikfimi eldri borgara kl. 11:00 og klukkan tólf er bænastund í kirkjunni þar sem fólk sendir fyrirbænir, Sólveig Sigríður organisti spilar fyrir og eftir bænastundina fallega tónlist.

Hópurinn fer svo reglulega í heimsóknir á kaffihús eða heimsækir aðra söfnuði.

Skipulögð hefur verið ferð á Alþingi í vor.

Myndir sem fylgja fréttinni eru frá ferðum hópsins.

Sr. Alfreð Örn hefur umsjón með starfinu en einnig koma að starfinu Sólveig Sigríður organisti og Margrét Loftsdóttir sem var lengi formaður sóknarnefndar Digraneskirkju.

Kirkjurnar í Kópavogi skipta með sér að heimsækja hjúkrunarheimilin.

Á fimmtudögum og föstudögum fara prestur og organisti í heimsókn og annast helgistundir í Roðasölum, Sunnuhlíð og Boðaþingi.

Það eru dýrmætar stundir!“

sagði sr. Alfreð Örn að lokum.



slg




Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Eldri borgarar

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls