Alþjóðlegur bænadagur kvenna

6. mars 2023

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Undirbúningsnefndin

Alþjóðlegur bænadagur kvenna var haldin hátíðalegur föstudaginn 3.mars.

Bænadagurinn er ávallt haldinn fyrsta föstudag í marsmánuði og hefur hann verið haldinn hátíðlegur í yfir 64 ár þrátt fyrir að eitt árið dytti út vegna Covid-19.

Að sögn sr. Hildar Bjarkar Hörpudóttur sem sat nú í undirbúingsnefndinni af hálfu Þjóðkirkjunnar á dagurinn sér upphaf í bænahópum kvenna í Norður Ameríku á 19. öld og fór að breiðast út um allan heiminn á fyrri hluta 20.aldar.

Þann 8.mars árið 1935 var dagurinn fyrst haldinn hér á landi og voru það konur í Kristniboðssambandi kvenna sem áttu veg og vanda af að hefja þetta verkefni hérlendis, en frá árinu 1959 hefur dagurinn verið árviss viðburður.

„Fyrstu þrjátíu árin var bænadagurinn í umsjá Hjálpræðisherskvenna en svo hafði sr.Auður Eir Vilhjálmsdóttir frumkvæðið af því að kalla saman samkirkjulegan hóp kvenna til að undirbúa þennan merkilega dag ár hvert.“

Segir sr. Hildur Björk og heldur áfram:

„Haldið er upp á daginn með helgistund og efni sem kristnar konur í ákveðnu landi hafa samið og skrifað.

Í ár var bænadagurinn helgaður konum frá Tavían með ritningartextann úr Efesusbréfinu 1.15-19 að leiðarljósi og var stundin haldin í samkomusal Hjálpræðishersins.“

Textinn úr Efesusbréfinu hljóðar svo:

„Eftir að hafa heyrt um trú ykkar á Drottin Jesú og um kærleika ykkar til allra heilagra hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir ykkur er ég minnist ykkar í bænum mínum.

Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa ykkur anda speki og opinberunar svo að þið fáið þekkt hann.

Ég bið hann að upplýsa sjón hjartans svo að þið sjáið hver sú von er sem hann hefur kallað okkur til, hve ríkulega og dýrlega arfleifð hann ætlar okkur meðal hinna heilögu og hve kröftuglega hann verkar í okkur sem trúum.

En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn.“



Að lokum sagði sr. Hildur Björk:

„Helgistundin var í höndum undirbúningshóps alþjóðlegs bænadags kvenna á Íslandi en um er að ræða samkirkjulegan hóp kvenna úr mörgum söfnuðum eins og Þjóðkirkjunni, Fríkirkjunum, Fíladelfíu, Óháða söfnuðinum, KFUK, Kristniboðssamtökunum, Íslensku Kristskirkjunni, Hjálpræðishernum, Aðventistum, Kaþólsku kirkjunni og fleirum.

Konur úr undirbúningshópnum sáu um að lesa bænir, frásagnir kvennana frá Tavían og ritningarlestra ásamt því að halda hugvekju.

Fjölþjóðlegi kórinn MúltíKúltí flutti lög á ýmsum tungumálum og sá hópurinn einnig um undirspil í öðrum þáttum helgistundarinnar.

Eftir stundina voru veitingar í boði Hjálpræðishersins.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er líka haldinn víða um land og voru á föstudaginn samverur í Vestmannaeyjum og Húnaþingi og á fleiri stöðum víða um landið.

Nú hefst undirbúningur og vinna við næsta alþjóðlega bænadag kvenna en hann verður haldin í Kaþólska söfnuðinum og verður efni hans frá konum í Palastínu.“



slg





Myndir með frétt

  • Biblían

  • Covid-19

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls