Passíusálmarnir lesnir í kirkjum um allt land

8. apríl 2023

Passíusálmarnir lesnir í kirkjum um allt land

Ragnheiður Steindórsdóttir les fyrsta og annan Passíusálm í Seltjarnarneskirkju

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir allir eða að hluta til í kirkjum um allt land á föstudaginn langa.

Samkvæmt vef Hallgrímskirkju í Reykjavík eru nú um 35 ár síðan þeir voru fyrst fluttir í heild sinni á föstudaginn langa í kirkjunni.

Með heildarflutningi Passíusálmanna á föstudaginn langa árið 1988 lagði Eyvindur Erlendsson grunninn að hefð sem hefur haldist nær óslitin síðan í Hallgrímskirkju og breiðst þaðan út til annarra kirkna í landinu.

Lengi vel las sr. Ólafur Hallgrímsson einn alla sálmana í Mælifellskirkju í Skagafirði, en nú las hann þá í Sauðárkrókskirkju ásamt öðrum.

Passíusálmarnir urðu fljótt eitt helsta íhugunar- og huggunarrit íslensku þjóðarinnar frá því á seinni hluta 17. aldar og fram undir okkar daga, en þeir komu fyrst út á prenti á Hólum í Hjaltadal árið 1666.

Umsjón með flutningum í Hallgrímskirkju í ár hafði Steinunn Jóhannesdóttir, en hún hefur m.a. skrifað Reisubók Guðríðar Símonardóttur, sem var eiginkona sr. Hallgríms og Heimanfylgju sem er um æskuár Hallgríms heima á Hólum.

Steinunn hefur oft áður stjórnað flutningi Passíusálmanna, bæði í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar.

 

Fréttaritari kirkjan.is fór á stúfana og leitaði eftir því hjá prestum hvar Passíusálmarnir hefðu verið fluttir í gær í heild sinni eða að hluta til og hafði þetta upp úr krafsinu:


Allir sálmarnir voru lesnir í Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir las fyrsta sálminn, en annars var lesturinn í höndum safnaðarfólks í prestakallinu.

Lesturinn var svo brotin upp með tónlistarflutningi.


Í Seltjarnarneskirkju voru allir sálmarnir lesnir af 25 sóknarbörnum.

Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona las fyrstu tvo sálmana, en hún var hvatamaður að því að byrjað var að lesa sálmana í kirkjunni og las hún þá alla fyrstu árin.

Í Seltjarnarneskirkju lék Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu við undirleik organistans Friðríks Vignis Stefánssonar á eftir sjötta hverjum sálmi.

Í Garðakirkju á Álftanesi voru lesnir valdir sálmar og svo var einnig í Hafnarkirkju, Hornafirði.

Annarhver sálmur var lesinn í Hofskirkju af 14 sóknarbörnum Vopnafjarðar- og Hofssókna og í ár voru það sálmar eitt, þrjú, fimm og svo framvegis, sem sagt oddatölur.

Valdir sálmar voru lesnir í Mosfellskirkju í Mosfellsdal og Munkaþverárkirkju í Eyjafirði.

Passíusálmarnir voru allir lesnir frá kl.13-17 í Ytri-Njarðvíkurkirkju og svo var einnig í Hafnarfjarðarkirkju og var valin tónlist leikin á milli lestranna.

Passíusálmarnir voru lesnir í Hrepphólakirkju í 22. sinn.

Það voru 75 lesarar sem komu að lestrinum í ár.

Í Sauðárkrókskirkju voru allir 50 sálmarnir lesnir.

Valdir sálmar voru lesnir í Hólaneskirkju á Skagaströnd, Guðríðarkirkju í Reykjavík og Víkurkirkju í Vík í Mýrdal.

Heildarflutningur Passíusálmanna var sunginn vð gömlu lögin í kirkjum á Héraði.

Síðustu sálmarnir voru sungnir í Egilsstaðakirkju á föstudaginn langa.

Frétt um þann flutning má lesa á kirkjan.is

Þessi listi er ekki tæmandi og vera má að sálmarnir hafi verið lesnir í miklu fleiri kirkjum.



slg




Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls