Söngvahátíð fyrir sameinaða barnakóra við kirkjur
Margrét Bóasdóttir hefur árlega skipulagt Söngvahátíð fyrir sameinaða barnakóra við kirkjur, fyrst í tíð Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju á skírdag og nú síðustu ár á sumardaginn fyrsta í hinum ýmsu kirkjum.
Í ár munu um 50 söngvarar úr fimm barna- og unglingakórum syngja við útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta í Víðistaðakirkju.
Það eru eldri deildirnar sem annast messusönginn.
Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur í Víðistaðakirkju þjónar fyrir altari, Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi predikar, Kári Þormar organisti og Kjartan Valdimarsson jazzpíanóleikari sjá um að leika á hljóðfæri.
Kl. 13.00 sama dag, á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl, verða svo tónleikar í Víðistaðakirkju þar sem sjö kórar syngja fjöruga sálma, vor- og sumarlög bæði allir saman og sitt í hvoru lagi.
Tónleikagestir fá einnig að syngja með.
Þetta verða um 100 söngfuglar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Barna- og unglingakórarnir koma frá Langholtskirkju, Seljakirkju, Grafarvogskirkju, Lágafellskirkju, Víðistaðakirkju, Seltjarnarneskirkju og gestir frá Tónlistarskóla Grindarvíkur.
Stjórnendur kóranna eru Sunna Karen Einarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Sigríður Soffía Hafliðadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sveinn Arnar Sæmundsson, María Konráðsdóttir og Þorsteinn Freyr Sigurðsson.
Kjartan Valdimarsson leikur með á píanó.
Nánar má sjðá um viðburðinn hér.
slg