Starfsþróunarferð starfsfólks Árbæjarkirkju
Prestar, djákni, æskulýðsleiðtogar, organisti og annað starfsfólk Árbæjarkirkju fóru í starfsþróunarferð til Kaupmannahafnar dagana 10.-13. april 2023
Starfsþróunarferðir, sem á ensku nefnast Professional Development Activities eru sérstalega ætlaðar til að skoða nýjungar.
Þessi ferð var sérstaklega hugsuð til að skoða hvað Danir eru að gera í æskulýðsmálum.
Starfsþróunarferðin var styrkt af Landsskrifstofu Erasmus á Íslandi.
Fólkið heimsótti sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, en þar tók sr. Sigfús Kristjánsson sendiráðsprestur á móti hópnum.
Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss, Vera Guðmundsdóttir formaður sóknarnefndar íslenska safnaðarins í Danmörku og sr. Sigfús Kristjánsson fræddu fólk um starf íslenska safnaðarins Danmörku.
Bryndís Eva Erlingsdóttir sagði frá krakkakirkjunni sem rekin er í Jónshúsi.
Skoðaðar voru nýjungar i æskulýðsmálum í Danmörku og heimsóttar tvær danskar æskulýðskirkjur.
Í æskulýðskirkjunni, Brorsons kirke, tók hópurinn þátt i kirkjujóka sem er mjög vinsælt.
Þá heimsótti hópurinn Ukirke/Gethsemane sem er óhefðbundin æskulýðskirkja þar sem ungmennaráð kirkjunnar stjórnar öllu starfi.
Að sögn Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur, djákna kirkjunnar var ferðin mjög lærdómsrík og skilur eftir margar hugmyndir sem eiga eftir að skila sér í æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju.
Sr. Sigfús Kristjánsson aðstoðaði við allan undirbúning og skipulag og vildi Ingunn koma á framfæri bestu þökkum til hans fyrir móttökurnar.
slg