Þórunn Valdimarsdóttir í Neskirkju

3. maí 2023

Þórunn Valdimarsdóttir í Neskirkju

Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur heimsækir í Neskirkju strax að lokinni messu 7. maí. Þar ræðir hún bók sína sem hefur yfirskriftina: Lítil bók um stóra hluti.

Í kynningu á bókinni hjá Forlaginu segir: „Tókst mér ekki örugglega að ganga fram af öllum og sjálfri mér líka?” Þetta segir Þórunn Valdimarsdóttir á einum stað í þessari einstæðu bók eftir að hafa velt fyrir sér samskiptum kynjanna innan og utan hjónabands.

Það er samt ekki markmið höfundar að ganga fram af fólki heldur tekst hún hér á við stórar spurningar. Og hún gerir það á sinn hátt: stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Hún lætur hér reyna á alls konar pælingar um hlutskipti okkar mannanna og framferði á jörðinni og skapar sífellt óvæntar tengingar af undraverðu áreynsluleysi, innblásin af tilvistarheimspeki og sagnfræði, náttúrulífsmyndum og auðvitað eigin lífsreynslu sem kona, fræðimaður, rithöfundur, móðir, eiginkona, skáld og manneskja. Þórunn fjallar um ræktun sálarinnar og orkustöðvar líkamans, kynlíf og ástarsambönd, Guð og guðleysi, fjarveru og nánd, náttúru og menningu. Hún er hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.

  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls