Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

9. maí 2023

Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

Þann 30. apríl var sannkölluð hátíð í fullsetinni Selfosskirkju. Unglinga- og barnakórar kirkjunnar sungu og léku við hvern sinn fingur og glöddu alla ásamt sunnudagaskólabörnunum. Þá var sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett inn í embætti nýs prests í Árborgarprestakalli.

Það var sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur suðurprófastsdæmis, sem setti sr. Ásu inn í embætti við þetta örtstækkandi og öfluga prestakall. Í prestakallinu eru starfandi sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur og sr. Gunnar Jóhannesson, prestur ásamt öflugu starfsfólki og vel skipuðum sóknarnefndum.

Hér má finna heimasíðu Selfosskirkju, en þar eru að finna gagnlegar upplýsingar um starfið og prestakallið.

Kirkjan.is óskar sr. Ásu velfarnaðar í starfi.
  • Frétt

  • Embætti

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls