Leikið á upprunahljóðfæri í fyrsta sinn

19. maí 2023

Leikið á upprunahljóðfæri í fyrsta sinn

Kór Hallgrímskirkju ásamt Barokkbandinu Brák heldur tónleika þar sem flutt verður Krýningarmessa Mozarts ásamt öðrum verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit.

Tónleikarnir eru einstakir að því leyti að þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem eitt af stóru verkum Mozarts fyrir kór og hljómsveit er leikið á upprunahljóðfæri.

Á efnisskrá eru verk Mozarts: Kirkjusónata K. 329, Ave verum corpus, K. 618, Laudate dominum úr Vesperae solennes de Confessore, K. 339, Regina Coeli, K. 276 og Krýningarmessan, K 317.

Kór Hallgrímskirkju fékk styrk úr Tónlistarsjóði til þessa verkefnis.

Fram koma:

Kór Hallgrímskirkju

Barokkbandið Brák

Eyrún Unnarsdóttir, sópran

Kristín Sveinsdóttir, alt

Benedikt Kristjánsson, tenór

Oddur Arnþór Jónsson, barítón

Björn Steinar Sólbergsson, orgel

Steinar Logi Helgason, stjórnandi

Elfa Rún Kristinsdóttir, konsertmeistari

Nánar má sjá um viðburðinn  hér.

 

 

slg




  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Kirkjustarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls