Þau sóttu um
Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Hallgrímsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Umsóknarfrestur rann út þann 9. júní 2023.
Alls bárust sex umsóknir.
Einn umsækjandi óskar nafnleyndar, en aðrir umsækjendur eru:
Sr. Arnaldur Máni Finnsson
Sr. Eiríkur Jóhannsson
Hilmir Kolbeins mag. theol
Kristján Ágúst Kjartansson mag. theol
Sr. Þorgrímur Daníelsson
Prestakallið
Í Hallgrímkirkju starfar sjálfstætt og hugmyndaríkt fólk sem leggur áherslu á fjölbreytt og metnaðarfullt safnaðarstarf í samræmi við þarfir einstaklinga og fjölskyldna.
Alla daga ársins kemur fólk hundruðum saman í kirkjuna, heimafólk jafnt sem erlendir gestir.
Hún þjónar nærumhverfi sínu sem sóknarkirkja, en er einnig borgarkirkja með lifandi og þróttmiklu starfi, þar sem hefð og nýsköpun kallast á og kirkjutónlist er höfð í hávegum.
Virkir þáttakendur í starfi Hallgrímskirkju eru af öllu höfuðborgarsvæðinu.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.
Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.
slg