Sumartónleikarnir í Skálholti

23. júní 2023

Sumartónleikarnir í Skálholti

Skálholtsdómkirkja

Sumarstarf kirkjunnar víða um land byggist á tónleikahaldi í bland við messuflutning.

Fréttaritari kirkjan.is talaði við sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og innti hann eftir sumarstarfinu.

„Sumartónleikarnir í Skálholti eru afar merkilegur viðburður og í raun einstök tónlistarhefð er nær athygli langt út fyrir landssteinana.

Henni verður líklega best lýst sem blöndu af frumflutningi nútímatónlistar og flutningi tónlistar 17. og 18. aldar.

Þar er Bachsveitin í Skálholti ákveðið hryggjarstykki.

Um 200 verk eftir staðartónskáld hafa verið frumflutt á Sumartónleikunum.

Hjalti Nordal, tónskáld og fiðluleikari er staðartónskáld sumarið 2023.

Við það bætist myndlistarsýning í ár.

Ég er sérstaklega spenntur fyrir því að fá Benedikt Kristjánsson til starfa sem stjórnanda tónleikanna og hlakka til samstarfsins.

Það sama gera allir hér í Skálholti.

Það verður gaman að eiga þessa daga hér og heyra hljóminn í kirkjunni eftir endurnýjunina.

Svo má ekki gleyma því að staldra við og fá sér kaffi og vöfflur eða tertur á milli tónleika inná veitingastaðnum Hvönn í Skálholtsskóla.

Við erum að njóta og lyfta andanum í næði á helgum stað við afar vandaðan tónlistarflutning“

sagði sr. Kristján og hann bætti við:

„Sumartónleikarnir hafa verið haldnir frá árinu 1975 og voru lengi vel í fimm til sex vikur á hverju sumri fyrir og eftir Skálholtshátíð.

Skálholthátíð verður í ár frá 20. júlí til 23. júlí, en þá verður fagnað 60 ára afmæli kirkjunnar.

Núna verða sumartónleikarnir haldnir 28. júní til 9. júlí.

Meðal nýmæla er flutningur á kantötumessu sunnudagana 2. júlí og 9. júlí og hefjast báðar messurnar kl. 14:00.

Annars er messað alla sunnudaga kl. 11:00.

Öll dagskráin er afar fjölbreytt, því auk tónleika verður myndlistarsýning.

Ekki er greiddur neinn aðgangseyrir en framlög til Sumartónleikanna eru vel þegin og fólki býðst líka að gerast hollvinir tónleikanna.“

Vígslubiskupinn í Skálholti ber nokkra ábyrgð á Sumartónleikunum þannig að hann starfar með stjórnanda, tónlistarfólki og stjórninni.

Formaður Sumartónleikanna er skipaður af vígslubiskupnum og er það Guðrún Birgisdóttir.

Á vef  sumartónleikanna stendur:

„Eitt helsta markmið Sumartónleika í Skálholti er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar.

Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu.

Margir af þekktustu tónlistarflytjendum þjóðarinnar hafa einnig komið að starfi Sumartónleikanna á starfsferli sínum, og fjölmargir virtir erlendir flytjendur hafa sótt Sumartónleika heim.

Hátíðin hefur skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega hvað varðar flutning á tónlist 17. og 18. aldar.

Eitt af markmiðum Sumartónleikanna er að vera vettvangur fyrir hljóðfæraleik á upprunaleg hljóðfæri og er Bachsveitin í Skálholti meðal hópa sem hafa skipað fastan sess í tónleikahaldi Sumartónleikanna.

Dagskrá Sumartónleikanna er sem hér segir:

Fermata

28. júní kl 18:00

Söngnemendur og tónsmíðanemendur Listaháskólans taka þátt í námskeiði og keppni þennan dag í Skálholti, sem Elín Gunnlaugsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Bjarni Frímann Bjarnason leiða.

Nemendur í tónsmíðum semja einleiksverk fyrir selló, sem Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir leikur, og söngnemendur verða á masterclass um daginn, þar sem þau flytja sönglög eftir J.S Bach.

Um kvöldið verður svo tvöföld keppni, í söngflutningi og í tónsmíðum, og allir eru velkomnir að fylgjast með.


Setningarathöfn og opnun myndlistarsýningar Arngríms Sigurðssonar
29. júni kl. 18:00


Sumartónleikarnir verða settir í Skálholtskirkju með kvöldbænum, stuttum ræðum og tónlistaratriði í kirkjunni.

Þar á eftir verður myndlistarsýning Arngríms Sigurðssonar opnuð inní Skálholtsskóla.

Sýningin verður opin á meðan Sumartónleikunum stendur.


Duo Stemma - fjölskyldutónleikar
1. júlí kl. 13:00

Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout mynda tvíeykið Duo Stemma, en þau eru bæði meðlimir Sinfoníuhljómsveitar Íslands.

Með ævintýralegum sögum og mörgum sérkennilegum hljóðfærum búa þau til frábæra sýningu sem bæði börn og foreldrar hafa gaman af!

 

Liebster Gott, wann werde ich sterben?
1. júlí kl 20:00


Á þessum tónleikum verður frumflutt nýtt verk eftir staðartónskáldið Hjalta Nordal Gunnarsson, sem ber heitið ,,Liebster Gott, wann werde ich sterben?".

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og einsöngvari er Benedikt Kristjánsson

Kantötumessa
2. júlí kl. 14:00


Kantatan ,,Sehet, wir gehn hinauf gen Jerusalem" BWV 159 verður flutt í messu í Skálholtskirkju.

Sr. Axel Á. Njarðvík prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Kristjáni Björnssyni, vígslubiskupi í Skálholti.

Flytjendur eru:

María Konráðsdóttir - sópran

Benedikt Kristjánsson - tenór

Oddur Arnþór Jónsson - bassi

Bachsveitin í Skálholti

Skálholtskórinn sem Jón Bjarnason stjórnar

Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson

 

Liebster Gott, wann werde ich sterben?
2. júlí kl 16:00


Á þessum tónleikum verður frumflutt nýtt verk eftir staðartónskáldið Hjalta Nordal Gunnarsson, sem ber heitið ,,Liebster Gott, wann werde ich sterben?"

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson

 

Tónleikar á 400 ára dánardegi William Byrd
4. júlí  kl. 20:00


Á þessum degi fyrir 400 árum lést breska tónskáldið William Byrd.

Á efnisskránni á þessum tónleikum verður meðal annars verkið ,,Mass for 4 voices" og einleiksverk fyrir sembal.

Söngkvartettinn skipa

María Konráðsdóttir - sópran

David Erler - kontratenór

Benedikt Kristjánsson - tenór

Oddur Arnþór Jónsson - bassi

Guðrún Óskarsdóttir - semball

Guðni Tómasson sér um kynningu.


Jónas Ásgeir Ásgeirsson - útgáfutónleikar
5. júlí kl. 20:00


Á efnisskránni verða verk eftir íslensk tónskáld, meðal þeirra Atla Heimi Sveinsson og Huga Guðmundsson.

Jónas Ásgeir Ásgeirsson - Harmonikka

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir - Sópran

 

György Ligeti - 100 ára
6. júlí kl 20:00

Á þessum tónleikum mun meðal annars Kordó kvartettinn flytja fyrsta strengjakvartett Ligetis, og Bjarni Frímann Bjarnason mun leika hið fræga orgelverk ,,Volumina".

Flytjendur eru:

Kordo kvartettinn

Bjarni Frímann Bjarnason, orgel

Guðni Tómasson sér um kynningu.


Psalm settings throughout the ages
7. júlí kl. 20:00


Kór frá Homerton College í Cambridge kemur í fyrsta sinn í Skálholt og syngur útsetningar á sálmum.

Stjórnandi: Dr. Daniel Trocmé-Latter

 

Jan Dismas Zelenka
8. júlí kl. 20:00


Barrokkbandið Brák leikur undir stjórn Jönu Semerádová þrjú verk eftir tékkneska tónskáldið J.D. Zelenka.

Meðal verka sem verður flutt, er verkið Statio quadruples pro Processione Theophonica.

Þetta verk fannst á bókasafni í Evrópu, og voru það Íslendingarnir Jóhannes Ágústsson og Kjartan Óskarsson sem fundu það.

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - sópran

David Erler - kontratenór

Benedikt Kristjánssson - tenór

Oddur Arnþór Jónsson - bassi

Kammerkór sumartónleikana

Barrokbandið Brák

Stjórnandi: Jana Semerádová

 

Kantötumessa
9. júlí kl. 14:00


Kantatan ,,Nach Dir, Herr, verlanget mich" verður flutt í Kantötumessu.

Sr. Axel Á. Njarðvík predikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Kristjáni Björnssyni, vígslubiskupi í Skálholti.

María Konráðsdóttir - sópran

David Erler - kontratenór

Benedikt Kristjánsson - tenór

Oddur Arnþór Jónsson - bassi

Pétur Björnsson - konsertmeistari

Guðbjartur Hákonarson - fiðla

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir - selló

Brjánn Ingason - fagott

Jacek Karwan - kontrabassi

Bjarni Frímann Bjarnason - orgel

 

Jan Dismas Zelenka
9. júlí kl. 16:00

Barrokkbandið Brák leikur undir stjórn Jönu Semerádová þrjú verk eftir tékkneska tónskáldið J.D. Zelenka.

Meðal verka sem verður flutt, er verkið Statio quadruples pro Processione Theophonica.

Þetta verk fannst nýverið á bókasafni í Evrópu, og voru það Íslendingarnir Jóhannes Ágústsson og Kjartan Óskarsson sem fundu það.

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - sópran

David Erler - kontratenór

Benedikt Kristjánssson - tenór

Oddur Arnþór Jónsson - bassi

Kammerkór sumartónleikana

Barrokbandið Brák

Stjórnandi: Jana Semerádová


slg
  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls