Sumarbúðir kirkjunnar

28. júní 2023

Sumarbúðir kirkjunnar

Við Eiðavatn

Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru einu sumarbúðirnar á vegum Þjóðkirkjunnar, sem er fyrir börn.

Sumarbúðirnar hafa verið starfandi frá árinu 1968 og er þetta því 55. starfsár þeirra.

Frá árinu 1991 hafa sumarbúðirnar verið reknar í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum.

Að sögn Gunnfríðar Katrínar Tómasdóttur æskulýðsfulltrúa Austurlandsprófastsdæmis eru sumarbúðirnar vel sóttar.

“Í sumar hafa rúmlega 150 börn af landinu öllu komið og skemmt sér vel.

Flest hafa þó komið af Austurlandi.

Í ár voru fjórir flokkar í boði fyrir börn á aldrinum 7-14 ára.

Ásamt tveimur hefðbundnum flokkum var í boði listaflokkur og ævintýraflokkur.“

 

Hvað er gert í listaflokki?

„Í listaflokki voru búnar til kvikmyndir og listaverk ásamt því að hljóðfæri voru notuð í guðþjónustinni.

Í hverjum flokki er guðþjónusta sem börnin sjá um að mestu leyti.

Þau skreyta salinn, búa til bænir og flytja guðspjallið í leikrænu formi.“

 

En hvað er gert í ævintýraflokki?

„Í ævintýraflokki var gist úti undir berum himni sem var mikið ævintýri.

Einnig var farið í lengri göngu með börnunum sem endaði með íslenskri kjötsúpu í sumarbúðunum.

Við Kirkjumiðstöðina er einstaklega fögur náttúra og nýtum við hana mikið í útiveru“ segir Gunnfríður.

„Við förum í alls kyns leiki og höfum aðgang að fallegu vatni þar sem hægt er að fara út á bát, veiða og vaða á góðum dögum.

Við vatnið er eldstæði þar sem gott er að setjast niður á sumarkvöldum og jafnvel grilla sykurpúða.“

Að lokum bætir Gunnfríður við:

„Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru óviðjafnanlegur vettvangur fyrir börnin að kynnast kristilegu starfi í gegnum leik og starf.

Einnig hafa margir velunnarar lagt hönd á plóg í gegnum tíðina sem er ómetanlegt og erum við mjög þakklát fyrir allt það góða starf.

Ekki má heldur gleyma að þakka fyrir það frábæra starfsfólk sem hefur starfað hjá okkur í sumar.

Það eru þau Ásdís Ægisdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Tómas Sveinsson, Máni Þorsteinsson og Berglind Hönnudóttir ásamt aðstoðaleiðtogum.“

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls