Sumarstarf kirkjunnar
Orgelsumar verður haldið hátíðlegt í Hallgrímskirkju frá 2. júlí til 20. ágúst sumarið 2023.
Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu síðrómantíska tónskáldsins Max Reger.
Á tónleikum sumarsins fagnar Orgelsumar í Hallgrímskirkju þessum merku tímamótum.
Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum frá kl 12:00-12:30 og á sunnudögum frá kl. 17:00-18:00 í júlí og ágúst.
Á Menningarnótt verður viðburðurinn Sálmafoss þar sem fjölmargir kórar og organistar munu koma fram í kirkjunni.
Orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum Inger Lise Ulsrud, organista frá Uranienborg kirke í Osló í Noregi, sunnudaginn 20. ágúst kl. 17:00.
Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 2. júlí kl. 17:00 flytur Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju verk eftir Max Reger, Pál Ísólfsson og Alexandre Guilmant á Klais Orgelið.
Dagskrá sumarsins fylgir með hér fyrir neðan.
slg