Fyrrum þjónandi prestar hittast

17. júlí 2023

Fyrrum þjónandi prestar hittast

Gísli Páll Pálsson heldur ræðu

Fyrrum þjónandi prestar hittust um helgina í Hveragerði.

Gísli Páll Gíslason stjórnarformaður Grundarheimilana bauð til hádegisverðar og síðan messaði sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti í Hveragerðiskirkju.

Löng hefð er fyrir þessu boði, en það var að frumkvæði Gísla Sigurbjörnssonar fyrrum forstjóra Grundar að bjóða til þessarar samveru á sjöunda áratugnum.

Ljómandi góð mæting var á samveruna og var boðið upp á dýrindis lambasteik í hádeginu.

Þar sagði Gísli Páll frá starfsemi Grundarheimilanna, sem starfa nú á þremur stöðum, við Hringbraut í Reykjavík, í Mörk og á Ási í Hveragerði.

Heimilin eru sífellt að auka starfsemi sína og auka þægindi heimilisfólks.

Meðal þess sem verið er að gera er bygging kaffihúss við Grund við Hringbrautina þar sem heimilisfólk og ættingjar þeirra geta notið góðra veitinga saman.

Sr. Kristján Valur þakkaði boðið fyrir hönd gestanna og minntist velvildar heimilisins við presta og kirkjuna í áranna rás, en fyrrum þjónandi prestar hittast einu sinni í mánuði á Grund yfir vetrarmánuðina, messa og þiggja kaffiveitihngar í boði Grundar.

Að loknum hádegisverði var gengið til kirkju.

Sr. Kristján Valur ræddi um skírnina í predikun sinni og íhugaði merkingu hennar fyrir okkur sérstaklega í samhengi þess að fleira fólk velur nú að láta ekki skíra börnin sín.

Eftir messuna nutu gestir þess að drekka saman kaffi í Rósagarðinum.

Í samræðum yfir kaffinu var meðal annars rætt um mikilvægi þessa að hittast í þessum hópi.

Prestsstarfið er að því leyti ólíkt öðrum störfum að það er samofið hinu daglega fjölskyldulífi.

Þegar látið er af störfum eftir áratuga þjónustu er því afar dýrmætt að eiga slíkt samfélag.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Heimsókn

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls