Skálholthátíð hófst í gær

21. júlí 2023

Skálholthátíð hófst í gær

Skálholtshátíð er óvenju vegleg í ár vegna 60 ára afmælis kirkjunnar, en hún var vígð þann 21. júlí árið 1963.

Blíðskaparveður var í Skálholti þegar sr. Kristján Björnsson vígslubiskup söng messu við Þorlákssæti á Þorláksmessu á sumar.

Eftir hádegið var gengin pílagrímaganga undir leiðsögn vígslubiskups frá kirkjunni að Þorlákshver með viðkomu í Stekkatúni og við gamla garð sem er frá því um 1200 eða frá tíð Páls biskups Jónssonar.

Garðurinn liggur þvert yfir tunguna milli Hvítár og Brúarár.

Áður en komið var að Þorlákshver var áð við lítinn trjálund þar sem vígslubiskupsfrúin Guðrún Helga Bjarnadóttir beið pílagrímanna með kaffi, kleinur og vatn.

Í upphafi göngu kynnti sr. Kristján Björnsson fyrir göngufólki tilgang pílagrímaferða og var hluti ferðarinnar genginn í þögn.

Pílagrímagöngur eru gjarnan gengnar við kirkjulegar hátíðir, en þær gefa tilefni til að íhuga lífsferð okkar og samfylgd með Jesú Kristi.

Í dag, föstudag kl. 14:00 hefst málþing um 12. aldar siðbótina, kirkjuvaldsstefnuna og Þorlák helga Þórhallsson.

Á laugardag kl. 10:00 verður málþing um gervigreind og trú og eftir hádegið er útgáfumálþing í Skálholtsskóla þar sem fagnað er útkomu bókarinnar Skálholt og tyrkjaránið eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson.

Að því loknu verða tónleikar í kirkjunni.

Á sunnudag verða tónlikar í kirkjunni kl. 11:00 og hátíðarmessa kl. 14:00 sem jafnan er fjölsótt enda veglegt kirkjukaffi á eftir áður en haldið er til hátíðarsamkomu í kirkjunni.

Sjá nánar um dagskrána í frétt á kirkjan.is, sem birtist í gær.

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Ráðstefna

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígslubiskup

  • Fræðsla

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi