Að takast á við erfiða tíma - Óvissa, kvíði og Jesús

10. ágúst 2023

Að takast á við erfiða tíma - Óvissa, kvíði og Jesús

Ráðstefna Prestafélags Íslands

Prestafélagið með styrk frá Starfsþróunarsetri BHM stendur að guðfræðiráðstefnu með Nadia Bolz-Weber, Jodi Houge og Jacqueline Bussie verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. ágúst 2023.

Skráning á ráðstefnuna er á https://gudspjall.is/skraning.

Þetta er frábært tækifæri fyrir presta, starfsfólk og sjálfboðaliða í kirkjum til að hlusta á og taka þátt í samtali við suma af framsæknustu guðfræðingum Bandaríkjanna.

Dagskrá ráðstefnunar hefst með morgunverðarhlaðborði og helgihaldi kl 9:00 báða dagana. Boðið verður upp á hádegisverð og dagskrá lýkur kl 15:00 bæði á mánudag og þriðjudag.

Í tengslum við ráðstefnuna verður guðsþjónusta opin öllum mánudaginn 21. ágúst kl. 17:00 í Ástjarnarkirkju. Prédikari í guðsþjónustunni verður Sr. Nadia Bolz-Weber. Þetta er guðsþjónusta sem engin ætti að missa af.

Dagskrá ráðstefnunar verður að mestu á ensku og er eins og hér segir:

 

Leading Through Challenging Times; Unpredictability, Anxiety, and Jesus

Mánudagur 21. ágúst
09:00-09:45 Skráning og morgunverður
09:45-10:00 Upphafsorð og bæn
10:00-10:45 Creating Trust and Community (Jodi Houge)
10:45-11:00 Kaffihlé
11:00-12:00 Jesus and Anxiety (Nadia Bolz-Weber)
12:00-12:15 Spurningar og skoðanir (Nadia Bolz-Weber)
12:15-13:15 Hádegisverður
13:15-14:15 When Everything Changes (Jacqueline Bussie)
14:15-14:30 Spurningar og svör (Jacqueline Bussie)
14:30-15:00 Insights and Important Thoughts (Jodi Houge)

Hlé

17:00-18:30 Guðsþjónusta með altarisgöngu
Guðsþjónustan er opin öllum, ekki eingöngu þátttakendum í ráðstefnunni.
Prédikari: Nadia Bolz-Weber

Þriðjudagur 22. ágúst

09:00-09:30 Skráning og morgunverður
09:30-09:45 Upphafsorð og bæn
09:45-10:30 Leading Anxious People (Jodi Houge)
10:30-10:45 Kaffihlé
10:45-11:45 Love Without Limits (Jacqueline Bussie)
11:45-12:00 Spurningar og svör (Jacqueline Bussie)
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:00 Preaching through Difficult Texts (Nadia Bolz-Weber)
14:00-14:15 Spurningar og skoðanir (Nadia Bolz-Weber)
14:15-14:45 Insights and Important Thoughts (Jodi Houge)
14:45-15:00 Lokablessun

Um fyrirlesarana

Nadia Bolz-Weber er einn þekktasti guðfræðingur Bandaríkjanna, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, kemur oft fram í fjölmiðlum og er víðförull fyrirlesari. Nadia hefur djúpa þekkingu á játningum og aldagömlum kenningum kirkjunnar en er jafnframt tattúveraður strigakjaftur sem er allt í senn, fangaprestur, andlegur ráðgjafi Hollywood stjarna og vinsæll fyrirlesari þvert á kirkjudeildir. Nadia er aktívísti fyrir félagslegu réttlæti og hefur skrifað bækur sem náð hafa inn metsölulista NY Times. Nadia er góður kennari í predikunarfræðum en um leið með ferska nálgun í prestsþjónustu. Hún kemur nú til Íslands í annað sinn.

Jodi Houge er prestur Humble Walk kirkjunnar í St. Paul Minnesota. Jodi lauk embættisnámi frá Luther Seminary og stofnaði skömmu síðar Humble Walk kirkjuna í hverfinu sínu eftir hvatningu frá nágrönnum sínum. Jodi er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í kirkjustarfi um leið og hún sýnir lútherski trúarhefð og helgihaldi virðingu. Jodi er skapandi í nálgun sinni og hefur mótað gagnvirkt samfélag þar sem list, félagseflandi verkefni, sagnalist, föndur, nýsköpun í sálmum og söng eru notuð til að miðla fagnaðarerindinu. Þetta er í þriðja sinn sem Jodi heldur erindi á guðfræðiráðstefnu á Íslandi.

Jacqueline Aileen Bussie er doktor í sálgæslu. Þegar hún var 27 ára, skrifaði hún doktorsritgerðina The laughter of the Oppressed. Jurgen Moltmann las ritgerðina og sagði hana meistaraverk og James Cone einn af frumkvöðlum Black Theology og Black Liberating Theology hefur sagt ritgerðina skyldulesningu. Jacqueline er einstakur kennari og fyrirlesari og hefur skrifað bækur sem unnið hafa til verðlauna og miðla guðfræði á hátt sem ná til almennings í gegnum skemmtilegan, ögrandi og persónulegan frásagnastíl. Jacqueline þurfti svo óvænt sjálf á mikilli sálgæslu að halda þegar hún kom í 50 ára afmælisferð til Íslands 2021. En eiginmaður hennar varð bráðkvaddur í skoðunarferð á Sólheimajökli. Í kjölfarið naut Jacqueline góðs af tengslum vina hennar við Þjóðkirkjuna og fékk stuðning úr óvæntri átt á erfiðum tímum.

 

 


  • Ráðstefna

  • Erindi

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls