Laust starf kirkjuvarðar
Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju óskar eftir að ráða starfsmann sem á að sjá um kirkjuvörslu í 50% starfshlutfall frá og með 1. september næst komandi eða eftir samkomulagi.
Verksvið kirkjuvarðar er:
Ræstingar og önnur umsjón með Egilsstaðakirkju og safnaðarheimilinu í Hörgsási 4.
Vikuleg innkaup vegna kirkjustarfsins.
Önnur tilfallandi verkefni við kirkjuna.
Vinnutími er sveigjanlegur og eftir samkomulagi, en er að mestu leyti á virkum dögum.
Ekki er gert ráð fyrir að kirkjuvörðurinn þurfi að aðstoða við athafnir í kirkjunni en gæti í einhverjum tilfellum verið beðinn um að mæta til vinnu um helgar og á hátíðisdögum til að undirbúa kirkjuna fyrir athafnir.
Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Sóknarnefndin leitar að duglegum, jákvæðum og samviskusömum kirkjuverði sem sýnir frumkvæði og áhuga í vinnunni.
Íslenskukunnátta er kostur en ekki skilyrði.
Umsækjandi þarf að skrifa undir samþykki um að aflað sé upplýsinga úr sakaskrá.
Hlekk á eyðublaðið má finna hér.
Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum og lögum.
Þau sem hafa áhuga á að sækja um starfið eru vinsamlega beðin um að hafa samband við sr. Þorgeir Arason sóknarprest Egilsstaðaprestakalls í síma 847-9289 eða í tölvupósti á netfangið thorgeir.arason@kirkjan.is.
slg