Sr. Hildur ráðin

22. ágúst 2023

Sr. Hildur ráðin

Sr. Hildur Sigurðardóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Digranes- og Hjallaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 19. júlí 2023.

Fimm umsóknir bárust og varð sr. Hildur Sigurðardóttir fyrir valinu hjá valnefnd.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Hildur Sigurðardóttir er fædd þann 21.febrúar árið 1968 í Reykjavík.

Hún útskrifaðist frá Guðfræðideild Háskóla Íslands haustið 1995 og vígðist þann 8. október sama ár til Seltjarnarneskirkju við hlið sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur þáverandi sóknarprests á Seltjarnarnesi.

Þar starfaði hún fram í ársbyrjun 1998, þegar eiginmaður hennar, sr. Jón Ármann Gíslason vígðist til Skinnastaðarprestakalls í Öxarfirði og fluttust þau hjónin þangað.

Þar hafa þau búið í hartnær 26 ár.

Sr. Hildur og sr. Jón eiga tvo syni, þá Þorstein Gísla, sem fæddur er árið 2004 og Sigurð Kára, sem er fæddur árið 2007.

Þeir stunda nú báðir nám við Menntaskólann í Kópavogi.

Í sveitinni hefur sr. Hildur unnið ýmis störf.

Hún hefur verið leikskólastjóri, annast heimaþjónustu, verið kennari og starfað á heilsugæslu og í apóteki á Kópaskeri.

Einnig hefur hún verið í afleysingum sem prestur á nokkrum stöðum frá Vopnafirði til Akureyrar, lengst þó á Þórshöfn á Langanesi og Raufarhöfn þegar það var sérstakt prestakall.

Aðspurð um væntingar sínar til starfsins í Digranes- og Hjallaprestakalli segir sr. Hildur:

„Ég er farin að vinna að nokkru leyti nú þegar í Digranes- og Hjallaprestakalli og líkar mér mjög vel að fara að vinna með sr. Alfreð Erni Finnssyni.

Einnig höfum við einstaklega hæft starfsfólk í báðum kirkjum sem sinna sínu starfi af natni og áhuga.“

Á hvað þú munt leggja mesta áherslu í starfinu?

„Mér finnst persónulega að börnin og unglingarnir séu hryggjarstykkið í kirkjustarfinu, því ef þau eru ánægð og koma í kirkjuna, þá kemur fullorðna fólkið líka.“

Hver verður þín aðalstarfstöð?

Starfsstöðvar mínar verða jafnt í báðum kirkjum“

sagði sr. Hildur að lokum.


slg


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls