Mikil stemmning í kirkjunum á menningarnótt

24. ágúst 2023

Mikil stemmning í kirkjunum á menningarnótt

Sálmabandið í Dómkirkjunni

Menningarnótt í Reykjavík var haldin um síðustu helgi og var dagskrá afar fjölbreytt, allt frá stórtónleikum til ljóðalesturs í heimahúsum.

Miðbæjarkirkjan tók svo sannarlega þátt í hátíðinni, en kirkjan.is sagði bæði frá Sálmabandinu í Dómkirkjunni og Sálmafossi og Barnfossi í Hallgrímskirkju í síðustu viku.

Báðir þessir viðburðir mæltust vel fyrir og þátttaka var góð.

Að sögn sr. Sveins Valgeirssonar sóknarprests við Dómkirkjuna í Reykjavík og kontrabassaleikara var húsfyllir og gríðarleg stemmning í kirkjunni.

„Sálmabandið lék sleitulaust í tæplega 1,5 klst og sennilega komu hátt í 200 manns. Mjög margir sátu allan tímann eða megnið af honum og var vel tekið undir.

Við verðum örugglega með þetta að ári og hugsanlega tvær sessíonir“

sagði sr. Sveinn

Að sögn Björns Steinars Sólbergssonar organista við Hallgrímskirkju fengu bæði Sálmafossinn og Barnafossinn einstaklega frábærar viðtökur.

“Þúsundir komu í kirkjuna milli klukkan 14:00 og 18:00 til að fagna nýju sálmabókinni sem kom út á síðasta ári og sálminum í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.

Um 200 manns komu fram á Sálmafossi og börnin bjuggu til barnafoss úr efnisstrimlum sem þau hengdu upp og hlupu í gegn um.

Dagurinn var í einu orði sagt frábær!“

Hér fyrir neðan eru myndir sem Hrefna Harðardóttir tók Hallgrímskirkju og sýna þær skemmtilega stemmingu í kirkjunni á Menningarnótt.

Auk þess má sjá myndir úr Dómkirkjunni þar sem Sálmabandið fór á kostum


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Barnastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls