Vetrarstarf tekur við af sumarstarfi í Bústaðakirkju

25. ágúst 2023

Vetrarstarf tekur við af sumarstarfi í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja

Í sumar hefur safnaðarstarf í Bústaðakirkju verið með öðru sniði en yfir vetrartímann eins og víða annars staðar á landinu.

Guðsþjónustur hafa farið fram á kvöldin með ljúfri tónlist.

Síðasta kvöldmessa sumarsins fer fram sunnudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00.

Sæberg Sigurðsson barítón mun annast um tónlistina ásamt Jónasi Þóri organista.

Efnisskráin er fjölbreytt þar sem Sæberg mun syngja einsöng, klassísk lög og léttari, ásamt því að leiða kirkjugesti í samsöng.

Í frétt frá Fossvogsprestakalli segir:

„Þess má geta að Sæberg er menntaður söngvari m.a. frá Bretlandseyjum og er í Óperukórnum.

Hann starfar jafnframt sem stærðfræðikennari við Tækniskólann.

Hann hefur sungið í Kammerkór Bústaðakirkju til margra ára og er í stjórn kórsins.“


Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju hafa í sumar annast um tónlistina í kvöldmessunum í Bústaðakirkju, þar sem þau hafa látið ljós sitt skína með einsöng og dúett, en einnig leitt kirkjugesti í samsöng.

Allt hefur það farið fram undir dyggri stjórn organista kirkjunnar, Jónasar Þóris.

Sr. Þorvaldur Víðisson sóknarprestur í Fossvogsprestakalli segir að

„guðspjallatexti næsta sunnudags sé frásagan af Jesú þegar hann læknaði á hvíldardegi.“

Og hann spyr:

„hvaða merkingu hefur sú frásaga í dag?“

Svarið er væntanlega að finna í predikun sunnudagskvöldsins, en sr. Þorvaldur flytur hugvekju út frá þessu guðspjalli og leiðir stundina ásamt messuþjónum.


Í byrjun september hefjast barnamessur á ný í Bústaðakirkju kl. 11:00 og síðan verður hefðbundið sunnudagshelgihald kl. 13:00.

Guðsþjónustur í Grensáskirkju fara ávallt fram á sunnudögum kl. 11:00.

Einu sinni í mánuði verða fjölskylduguðsþjónustur í Grensáskirkju.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Barnastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls