Andlátsfregn

30. ágúst 2023

Andlátsfregn

Sr. Ingólfur Guðmundsson

Sr. Ingólfur Guðmundson lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 25. ágúst 2023.

Sr Ingólfur fæddist á Laugarvatni þann 22. nóvember árið 1930 og var því á 93. aldursári þegar hann lést.

Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson kennari og Ólöf Sigurðardóttir.

Ingólfur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1951 og nam guðfræði bæði við Safnaðarháskólann í Oslo og Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Auk þess tók hann kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1955.

Hann lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Ídslands árið 1962.

Hann sótti mörg námskeið og ráðstefnur bæði í Noregi og Þýskalandi.

Sr. Ingólfur var settur sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli 28. september árið 1962 og var vígður 30. september sama ár.

Þá var honum veitt Mosfell í Grímsnesi 15. október árið 1963 til 31. október árið 1966.

Hann var stundakennari við Kennaraskóla Íslands 1965-66 og settur kennari 1968-69.

Hann var lektor við Kennaraháskóla Íslands árin 1972-1985.

Sr. Ingólfur var æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar árin 1979-81 og farprestur Þjóðkirkjunnar árin 1983-85.

Þá þjónaði hann Vestmannaeyjum í sumarleyfum sóknarprests árin 1980-1984.

Hann var námsstjóri skólaþróunardeildar Menntamálaráðuneytisins 1985-1990.

Þá var hann héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi árin 1991-1993 og í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1993-1996.

Eftir það var sr. Ingólfur afleysingaprestur Í Niðarósbiskupsdæmi árin 1996-1998 og þjónaði íslensku söfnuðunum í Noregi og Svíþjóð til ársins 1998.

Auk þessa fjölbreytta starfsferils þjónaði hann víða í afleysingum.

Eiginkona sr. Ingólfs var Áslaug Eiríksdóttir fædd 28. janúar árið 1933.

Hún var bókasafnsfræðingur við Norræna húsið, en er nú látin.

Þau eignuðust fjörgur börn, Eiríkur sem var fæddur árið 1960, en er nú látinn, Ólöfu, sem fædd er 1962, Jón Ara, sem er fæddur árið 1963 og Hall, sem fæddur er árið 1969.

Sr. Ingólfur Guðmundsson varður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 1. september kl. 15:00.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Andlát

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls