Laust starf

4. september 2023

Laust starf

Landspítali auglýsir laust starf sjúkrahúsprests eða sjúkrahúsdjákna við Landspítala til afleysingar til eins árs.

Umsækjendur þurfa að hafa sérhæft nám í sálgæslu (CPE) eða sambærilegt nám, hafa lokið mag. theol. eða djáknanámi og hlotið embættisgengi.

Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi góða starfsreynslu sem prestur eða djákni.

Starfshlutfall er 100% og gert ráð fyrir ráðningu frá 15. október 2023.

Sjúkrahúsprestar og sjúkrahúsdjáknar á Landspítala sinna m.a. sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum.

Umsækjendur þurfa að hafa framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileika, ríka þjónustulund og jákvætt viðmót.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta.

Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi.

Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

slg

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Starf

  • Auglýsing

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi