Gulur september í Fossvogsprestakalli

8. september 2023

Gulur september í Fossvogsprestakalli

Kirkjan.is sagði frá dagskrá átaksins Gulur september þann 29. september s.l. en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september.

Guli liturinn er litur sjálfsvígsforvarna.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Á vef Landlæknisembættisins, sem heldur utan um verkefnið, má sjá að það er von undirbúningshópsins að Gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Nánar má lesa um Gulan september á vef Landlæknisembættisins.

Á þessum nótum verður helgihald dagsins í Fossvogsprestakalli.

Guðsþjónustur Fossvogsprestakalls, í Grensáskirkju og í Bústaðakirkju verða tileinkaðar Alþjóðaforvarnardegi sjálfsvíga og Gulum september, næstkomandi sunnudag 10. september.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari í Grensáskirkju kl. 11:00 ásamt messuþjónum.

Ásta Haraldsdóttir organisti leikur og stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju.

Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari í Bústaðakirkju kl. 14:00 ásamt messuþjónum.

Jónas Þórir organisti leikur og stjórnar Kammerkór Bústaðakirkju.

Hægt verður að tendra á bænaljósi í helgihaldi kirknanna beggja, til minninga og fyrirbæna.

Útvarpsmessa dagsins á Rás eitt, verður úr Grensáskirkju, en í henni prédikar séra María G. Ágústsdóttir og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Ásta Haraldsdóttur organisti leikur og Kirkjukór Grensáskirkju syngur.

Upptakan fór fram í vikunni og er þema helgihaldsins það sama: Gulur september.

Auk þess eru víða í kirkjum landsins helgistundir og kyrrðarstundir helgaðar málefninu.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls