Ályktun frá Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúum þjóðkirkjunnar

14. september 2023

Ályktun frá Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúum þjóðkirkjunnar

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar þjóðkirkjunnar haf sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Við í kirkjunni finnum mjög til með hinsegin samfélaginu um þessar mundir þar sem nú er í gangi umræða þar sem það er talið hafa gengið of langt í því að fræða börn og unglinga um kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu.

Nú dynur því hatursorðræða, vanþekking og fordómar á hinsegin samfélaginu sem sum okkar tilheyra og margir tengjast og er kirkjunni dýrmætt.

Þetta er hluti af því ömurlega bakslagi sem hefur verið í réttindabaráttu og sýnileika hinsegin samfélagsins.

Það er hlutverk kirkjunnar að miðla kærleika og fjölbreytileika sköpunarinnar og við biðlum til presta, djákna, starfsfólks kirkjunnar og sjálfboðaliða allra að taka höndum saman og ræða í helgistundum, safnaðarstarfi og messum um það bakslag sem hinsegin samfélagið þarf að glíma við og kemur okkur öllum svo sannarlega við.

Því er nauðsynlegt að rödd kirkjunnar heyrist sem hæst og víðast og stuðningur okkar sé bæði sýnilegur í orði og á borði.

Réttindi hinsegin fólks eru réttindi okkar allra og fræðsla er nauðsynlegur hluti af því að tilheyra réttlátu og sanngjörnu samfélagi því það skiptir máli að við skiljum veruleika og tilfinningar hvers annars.

Við trúum því að allar manneskjur séu skapaðar í mynd Guðs og að allar manneskjur séu dýrmætar.

 

slg

  • Fræðsla

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Þjóðkirkjan

  • Ályktun

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi