Við verðum að gera betur

14. september 2023

Við verðum að gera betur

Dr. Anne Burghardt-mynd Albin Hillert

.Dr. Anne Burghardt hélt opnunarræðu sína á Heimsþingi Lútherska Heimssambandsins í morgun.

Þar sagði hún að „styrkleiki kirkjunnar sé ekki mældur í fjölda meðlima heldur í vilja okkar til að þjóna Guði og náunganum.

Í ræðu sinni dró hún fram helstu forgangsatriði sambandsins og kirknanna um víða veröld.

Hún leit til baka til tímans sem liðinn er frá Heimsþinginu í Windhoek í Namibíu árið 2017 og sagði:

„Samfélag og eining kirkjunnar eru gjafir Guðs“ og lagði áherslu á að „verkefni okkar er að viðhalda og næra samfélagið og gera það sýnilegra.

Skilningur okkar á því að vera kirkja í samfélaginu var sýnilegur í heimsfaraldrinum.

Aðildarkirkjur Lútherska Heimssambandsins komu saman í bæn, einingu og í verki.

Þakkað sé stuðningi alls staðar að úr heiminum þá gat sambandið stutt 181 kóvid tengd verkefni í 87 aðildarkirkjum þar sem margar kirkjur eru háðar söfnunarfé í guðsþjónustum, en þær var ekki hægt að halda í faraldrinum."


Hún benti á hvernig prógram á borð við árlega kyrrðardaga nývígðra biskupa og námskeið fyrir óvígða leiðtoga hafa verið mikilvægur liður í að tengja kirkjuleiðtoga um allan heim.

Dr. Anne Burghardt hafði vonast til þess að frá síðasta Heimsþingi myndi verða hægt að auka lífsgæði fólks sem býr við ótryggar aðstæður.

En þar sem heimsfaraldurinn gekk yfir þá hefur bilið milli ríkra og fátækra aukist og „bakslag orðið hvað varðar mannréttindi og sérstaklega hvað varðar konur“ en Sameinuðu Þjóðirnar hafa sagt að kynbundið ofbeldi hafi aukist um 40% í heiminum á þessum tíma.

Átök og stríð í nokkrum löndum meðal annars, Úkraínu, Haiti, Súdan og Eþíópíu „hafa rekið milljónir á flótta til að leita sér að öruggu skjóli“ en nú hefur fjöldi flóttafólks í heiminum náð 100 milljónum í fyrsta skipti í sögunni.

Þar sem við stöndum frammi fyrir loftslagsvá og félagslegri skautun (polarization) þá eru „góðu fréttirnar þær að kirkjurnar sinna starfi sínu mjög vel varðandi þessar áskoranir.“

Kirkjurnar eru „kallaðar til að vera boðberar vonar, en eiga ekki að boða óraunsæja bjartsýni“.

Dr. Burghardt sagði að fólk finni víða fyrir miklu óöryggi, en Biblían segir okkur: „ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann“ (1. Jóh. 4:18) „ en oft er þessu á annan veg farið: óttinn rekur út elskuna gagnvart náunga okkar og Guði.“

Og hún hélt áfram: „okkur finnst stundum að við stöndum frammi fyrir óyfirstíganlegu verkefni, en munum þá að Guð opnar nýjar og spennandi leiðir fyrir okkur, kallar okkur saman, sýnir okkur að við getum gert það sem sýnist ómögulegt og umbreytir vonleysi í von.“

Ferðin frá Windhoek til Kraków

Dr. Burghardt deildi með áheyrendum því sem efst var á baugi síðast liðin sex ár og benti á að fimm kirkjur hafa bæst í hópi aðildarkirkna frá Kúbu, Indlandi, Guatemala, Úkraínu og Georgíu.

Tvær til viðbótar frá Kambódíu og Indónesíu hafa byrjað undirbúning að fullri aðild.

Síðan Lútherska Heimsambandið var stofnað þá hefur eitt af takmörkum þess verið „ að færa lútherskar kirkjur nær hver annarri og styrkja sameiginleg verkefni þeirra.“

Framkvæmdastjórinn þakkaði mörgum gestum frá öðrum kirkjudeildum sem eru á þinginu fyrir þátttökuna.

Sagði hún frá því að á síðasta degi þingsins verði samtal um sameiginlegan vitnisburð og sameiginleg yfirlýsing verður undirrituð með rómversk kaþólsku kirkjunni.

Að vera lúthersk þýðir að við erum samkirkjuleg í eðli okkar og við stefnum að einingu kristins fólks „ það á ekki aðeins við um kenningarlega einingu, heldur einingu í þjónustu, vitnisburði og bæn.“

Guðfræðimenntun

Dr. Burghardt lagði áherslu á nauðsyn þess að styrkja guðfræðimenntun meðal allra landa Heimssambandsins.

Hún benti á guðfræðimenntun Lútherska Heimssambandsins og tengslanetið sem myndað var árið 2018 og áætlanir um að þróa kennslu í lútherskri guðfræði á netinu.

Hún talaði um mikilvæga vinnu í því að berjast fyrir jafnrétti kvenna, sérstaklega hvað varðar vígða þjónustu og lagði áherslu á að „ sem alheimssamtök verðum við að komast að því hvað veldur því að fólk efast um hæfileika kvenna til að starfa sem leiðtogar í kirkjunni og samfélaginu öllu.“


„Leiðtogahlutverk ungs fólks er annað forgangsatriði Lútherska Heimssambandsins“ sagði dr. Burghardt og benti á að nauðsynlegt er að ungt fólk í aðildarkirkjunum fái hlutverk sérstaklega á sviði friðarmála og varðandi loftslagsmál.

Þó Lútherska Heimssambandið hafi lagt áherslu á að 20% ungs fólks hafi hlutverk í leiðtogastarfi kirkjunnar fyrir áratugum, þá „eigum við enn í baráttu með að fá ungt fólk sem fulltrúa á Heimsþingið frá sumum heimshlutum.

Við verðum að gera betur“ sagði hún.


Mannleg virðing, réttlæti og friður

Leiðtogi Lútherska Heimssambandsins dr. Burghardt talaði að lokum um hve miklu máli skiptir að ræða um mannlega virðingu, réttlæti og frið auk mannúðaraðstoðar og þróunarstarfs.

Hún benti á nýtt verkefni, sem hrundið var af stað í Genf árið 2020 sem miðar að því að samþætta starf aðildarkirknanna við World Service sem vinnur að hjálparstarfi víða um heim.

World Service er „ein stærstu mannúðarsamtök í heimi sem byggja á trú“ með yfir 8500 manns í vinnu, sem þjóna þremur milljónum flóttafólks um allan heim.

Dr. Burghardt þakkaði forvera sínum dr. Martin Junge, sem var framkvæmdastjóri Lútherska Heimssambandsins í meira en áratug svo og öllu starfsfólkinu, stjórnarfólki og samstarfsfélögum fyrir starf þeirra fyrir samfélag kirkna í heiminum.

 

slg


  • Biblían

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Úkraína

  • Umhverfismál

  • Alþjóðastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi