Sameiginleg viljayfirlýsing Lútherska Heimssambandsins og Kaþólsku kirkjunnar

19. september 2023

Sameiginleg viljayfirlýsing Lútherska Heimssambandsins og Kaþólsku kirkjunnar

Dr. Anne Burghardt og Kurt Koch kardínáli

Framkvæmdastjóri Lútherska Heimssambandsins dr. Anne Burghardt og Kurt Koch kardínáli sem vinnur að einingu kristins fólks í Vatikaninu lásu upp í dag 19. september 2023 sameiginlega viljayfirlýsingu á þrettánda Heimsþingi Lútherska Heimssambandsins sem haldið er í Kraków í Póllandi.

Nú eru saman komin á Heimsþinginu fulltrúar kirkna sambandsins og fulltrúar margra annarra kirkjudeilda undir yfirskriftinni „Einn líkami, einn andi, ein von“.

Í morgun voru umræður um viljayfirlýsinguna milli framkvæmdastjóra Lútherska Heimssambandsins, kardínálans og fulltrúa meþódista, anglíkönsku kirkjunnar, fulltrúa Alkirkjuráðsins, orþódoxkirkjunnar og hvítasunnukirkjunnar.

Sameiginlega viljayfirlýsingin milli Kaþólikka og Lútherana er hluti af undirbúningi fyrir 500 ára afmæli Ágsborgarjátningarinnar árið 2030.

Viljayfirlýsingin gæti leitt til tímamóta á þeirri leið sem kölluð hefur verið „frá átökum til samfélags“ eða „from conflict to communion“ sem getur leitt til sameiginlegrar yfirlýsingar um kenninguna um réttlætingu af trú.

Viljayfirlýsingin var lesin upp sem hluti af samkirkjulegri bæn í morgunguðsþjónustu þar sem skírnarinnar var minnst.

„Í dag geta Lútheranar og Kaþólikkar komist að málamiðlun á sviðum sem forverar okkar litu á sem óyfirstíganlegar hindranir“ segir í viljayfirlýsingunni sem lesa má hér  í heild sinni.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af fulltrúum kirkjudeildanna sem komu með viðbrögð við viljayfirlýsingunni.

 

slg


Myndir með frétt

  • Ályktun

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Lútherska heimssambandið

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Viðburður

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls