Nýr organisti og kórstjóri

21. september 2023

Nýr organisti og kórstjóri

Erla Rut Káradóttir

Erla Rut Káradóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Háteigskirkju í stað Guðnýjar Einarsdóttur sem hefur verið ráðin Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Erla Rut er fædd árið 1989 og er með kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Hún er með BA í mannfræði frá Háskóla Íslands og lauk BA í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Erla Rut hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur frá árinu 2015.

Hún býr í Háteigssókn með eiginmanni sínum og þremur börnum og hefur þegar hafið störf að hluta.

Erla Rut hefur tekið við stjórn Perlukórsins, barna– og unglingakórs Háteigskirkju, og mun taka við öðrum verkefnum organista og
kórstjóra á næstu vikum.

„Við bjóðum Erlu Rut hjartanlega velkomna til starfa við Háteigskirkju og hlökkum til samstarfsins við hana”

segir í frétt frá Háteigskirkju.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Starf

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustaðir

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls