Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. september 2023

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Sjö varaforsetar Lútherska Heimssambandsins voru kosnir á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sambandsins þann 20. september, en hefð er fyrir því að hvert svæði eigi sinn varaforseta.

Svæðin eru: Norðurlöndin, Mið- og Vestur Evrópa, Mið- og Austur Evrópa, Afríka, Asía, Rómanska Ameríka og Karabíueyjarnar og Norður Ameríka.

Henrik Stubkjærr frá Danmörku sem kosinn var forseti sambandsins síðast liðinn laugardag stýrði fyrsta fundi stjórnarinnar sem haldinn var daginn eftir að þinginu lauk.

Fyrsta verkefni stjórnarinnar var að kjósa varaforsetana.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir frá íslensku Þjóðkirkjunni var kosin fyrir Norðurlöndin og tekur þannig við af Antje Jacklén sem gengdi embætti varaforseta fyrir Norðurlöndin árin 2017-2023.

Dr. Arnfríður gegnir embættinu fram að næsta Heimsþingi sem haldið verður árið 2030.

Chun-Wa Chang frá The Evangelical Lutheran Church of Hong Kong var kosinn fyrir Asíu.

Tamas Fabiny frá Evangelical Lutheran Church of Hungary var kosinn fyrir Mið- og Austur Evrópu.

Kristina Kühnbaum-Schmidt frá Evangelical Lutheran Church in Northern Germany fyrir Mið- og Vestur- Evrópu.

Katherine Gohm frá Evangelical Lutheran Church in Canada fyrir Norður Ameríku.

Isabella Reimann Gnas frá Evangelical Church of the Lutheran Confession in Brazil fyrir Rómönsku Ameríku og Karabíueyjarnar.

Yonas Yigezu Dibisa frá The Ethiopian Evangelical Lutheran Church Mekane Yesus fyrir Afríku.

 

slg


  • Kosningar

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls