Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

25. september 2023

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var haldinn föstudaginn 22. september í Bústaðakirkju.

Prófasturinn sr. Helga Soffía Konráðsdóttir setti fundinn og bað presta um að segja frá starfi sínu sem er mjög fjölbreytt.

Kirkjan.is mun segja frá því góða verki í vetur.

Tvö erindi voru flutt á fundinum.

Annað erindið var um æskulýðsmáll.

Anna Elísabet Gestsdóttir djákni og sviðstjóri æskulýðsmála í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kjalarnesprófastsdæmi sagði frá starfi sínu.

Í starfinu felst styðjandi ráðgjöf til æskulýðsleiðtoga á svæðinu.

Þá sér hún um Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar, foreldrafræðslu og forvarnir.

Í starfi sínu fer hún í heimsóknir í söfnuði og heldur ýmsa viðburði sem kirkjan.is mun segja frá í vetur.

Framtíðasýn hennar er að hafa samfellda skírnarfræðslu frá 0-18 ára.


Hitt erindið hélt Edda Björvinsdóttir leikkona um húmor, gleði og hamingju á vinnustað.

Hún spurði: "Af hverju er mikilvægt að hafa húmor á vinnustað?"

Og svarið er:

"Húmor minnkar streitu, starfsorka eykst, húmor eykur starfsánægju og með honum verður betri vinnustaðamenning.

Húmor auðveldar lausnir á erfiðum samskiptum og eykur hamingju einstaklinga."

Síðan spurði hún:

"Af hverju hamingja?"

Og svarið er:

"Hamingjusamt fólk nýtist betur í vinnu, er duglegra, er orkumeira, skarpara og meira skapandi.

Hamingjusamt fólk er jákvæðara og heilsuhraustara af því hamingja styrkir ónæmiskerfið."

En hvað einkennir þá hamingjusamt fólk?

"Hamingjusamt fólk er í góðum tengslum, er sátt og í jafnvægi og sér tilgang með því sem það er að gera."

Hér fyrir neðan eru myndir af prófastinum sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur og fyrirlesurunum Önnu Elísabetu Gestsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur.

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls