Kyrrðardagar kvenna

28. september 2023

Kyrrðardagar kvenna

Gæðastund í kapellunni

Kyrrðardagar kvenna verða haldir á Löngumýri í Skagafriði dagana 12.-15. október næstkomandi.

Í auglýsingu segir að áhersla verði á kristna íhugun í kærleika og friði Guðs, sem er næring á anda, sál og líkama.

Einnig kemur fram að þar sé einstakt samfélag án orða.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Helgu Kolbeinsdóttur sem nú þjónar sem prestur í Nesprestakalli í námsleyfi sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur og spurði hana um kyrrðardagana.

 

Hvað eru kyrrðardagar kvenna?

„Kyrrðardagar kvenna er samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og þögn á helgum stað.

Á kyrrðardögunum er boðið upp á einfalda dagskrá og þátttaka í henni er boð en ekki skylda.

Meðal þess sem boðið er uppá er kyrrðarbæn, kristin íhugun, djúpslökun, fyrirbæn og guðsþjónustur.“

 

Er þetta sérstakur hópur eða er þetta opið fyrir alla?

„Áður voru þessir dagar kallaðir systradagar, en þeir hófu göngu sína í Skálholti fyrir um það bil þremur áratugum, þá undir leiðsögn Rannveigar Sigurbjörnsdóttur og fleiri kvenna, og hafa verið haldnir tvisvar á ári allar götur síðan.

Dagarnir eru fyrir konur á öllum aldri og henta bæði þeim sem hafa reynslu af kyrrðarstarfi og þeim sem hafa aldrei tekið þátt í slíku áður.

Þröskuldurinn er lágur og faðmur Skagafjarðar breiður og viljum við hvetja allar konur til þess að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Í kyrrð og þögn má komast í nánara samband við Guð og njóta þess að hlusta á hann.

Langamýri er í miðju Skagafjarðar og umhverfið er friðsælt og yndislegt.“

 

Hverjir sjá um og leiða kyrrðardagana?

„Starfið er unnið í sjálfboðavinnu og núna eru það Anna Stefánsdóttir, Þórdís Klara Ágústsdóttir, Ástríður Kristinsdóttir, Bergþóra Baldursdóttir og Kristín Sverrisdóttir sem leiða starfið af mikilli alúð og umhyggju.

Auk þessa þjóna ég með þeim.“


Yfirskrift daganna í október er:

„Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér“ (Lúk. 1.28)

Fyrir skráningu og nánari upplýsingar má senda tölvupóst á netfangið anna.stefansdottir8@gmail.com 

Auk þess má finna nánar um kyrrðardagana á Facebook síðu undir heitinu: Kyrrðardagar kvenna.

Sjá einnig auglýsingu hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Biblían

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Auglýsing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls