Bleikur október í Bústaðakirkju

29. september 2023

Bleikur október í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja með bleiku yfirbragði í október - mynd: hsh

Október mánuður er framundan og er hann oft vel skreyttur bleikum lit í allskyns útfærslum.

Bleiki liturinn er táknrænn fyrir árverkni-og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins þar sem sjónum er beint að baráttuni gegn krabbameinum hjá konum.

Einstaklingar, hópar og sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár tekið virkan þátt í Bleikum október og sýnt þar með samstöðu og styrk til allra þeirra kvenna og fjölskyldna þeirra sem hafa greinst með krabbamein.

Margar kirkjur sýna átakinu stuðning með því að flóðlýsa kirkjuhúsin með bleikum ljósum.

Auk þess eru margar guðsþjónustur, kyrrðarstundir og listviðburðir tileinkaðir Bleikum október.

Bústaðakirkja í Fossvogsprestakalli er ein af þessum kirkjum og boðar hún til sérstakra listviðburða allan mánuðinn.

Yfirskriftin að þessu sinni er Horft í suður  þar sem suðræn tónlist verður í fyrirrúmi, ítölsk, spænsk og suður-amerísk, en einnig verður tónlist frá okkar heimaslóðum.


Hádegistónleikar verða hvern miðvikudag, þar sem dagskráin er fjölbreytt.

Miðvikudaginn 4. október næstkomandi kl. 12:05 munu Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Kristján Jóhannsson og Jónas Þórir leika og syngja ítalska tónlist.

Hver stórviðburðurinn tekur síðan við af öðrum á hverjum miðvikudegi.

Miðvikudaginn 11. október kl. 12:05 leikur Svanur Vilbergsson gítarleikari klassíska spænska gítartónlist og spænsk þjóðlög.

Miðvikudaginn 18. október kl. 12:05 flytja Valdimar og Jónas Þórir lög Magga Eiríks.

Miðvikudaginn 25. október syngja félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju einsöng og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu ásamt Jónasi Þóri.

Þau munu leika og syngja tangótónlist.

Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestir fá tækifæri til að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið.

Boðið er upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.


Sunnudagarnir verða einnig litríkir

Guðsþjónustur sunnudaganna verða einnig á nótum Bleiks október.

Sunnudaginn 1. október kl. 13:00 munu félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris.

Edda Austmann Harðardóttir, Bernadett Hegyi og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng.

Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Sunnudaginn 8. október kl. 13:00 verður messa með spænsku ívafi og sunnudaginn 15. október kl. 13:00 verður Listahátíð barnanna.

Sunnudaginn 22. október verður suður-amerísk sveifla og sunnudaginn 29. október er messa með afrísku þema.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Söfnun

  • Tónlist

  • Vígslubiskup

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi