Tónlistarsjóður kirkjunnar & STEFs

4. október 2023

Tónlistarsjóður kirkjunnar & STEFs

Frá úthlutun úr sjóðnum í desember 2022

Tónlistarsjóður kirkjunnar og STEFs auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn.

Umsóknir skulu sendast á netfangið tonlistarsjodur@kirkjan.is.

Úthlutun styrkja verður í desember 2023.

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2023.

Tónlistarsjóður kirkjunnar er samstarfsverkefni STEFs og Þjóðkirkjunnar og starfar samkvæmt  stofnskrá hans, sem samþykkt var 2. apríl árið 2022.

Þar segir orðrétt, að „markmið sjóðsins sé að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.

Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins.

Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar.“

Ekki eru veittir styrkir til tónleikahalds.

Ekki er sérstakt eyðublað fyrir umsóknir, en eftirfarandi atriði skulu koma fram:

Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og stutt ferilskrá umsækjanda.

Auk þess er óskað eftir greinargóðri lýsingu á verkefninu ásamt kostnaðaráætlun og styrkupphæð, sem óskað er eftir.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu frá stjórn sjóðsins.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Auglýsing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls