Sr. Hildur sett í embætti

5. október 2023

Sr. Hildur sett í embætti

Sr. Bryndís Malla prófastur setur sr. Hildi í embætti

Sunnudaginn 1. október síðast liðinn var innsetningarmessa í Hjallakirkju.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra setti sr. Hildi Sigurðardóttur í embætti prests í Digranes- og Hjallaprestakalli.

Sóknarprestur þar er sr. Alfreð Örn Finnsson.

Óperukórinn í Reykjavík leiddi söng og organisti var Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Eftir athöfnina var kirkjugestum boðið í veisluhlaðborð í Digraneskirkju í umsjá Stefáns og Lindu.

Veðrið skartaði sínu fegursta og voru rúmlega hundað manns í messunni.

Af þessu tilefni hafði fréttaritari kirkjan.is samband við sr. Hildi og spurði hana:

Nú eru tvær kirkjur í prestakallinu, hvar verður þinn aðalstarfsvettvangur?

„Aðalstarfsvettvangur minn eru báðar kirkjurnar, Digranes- og Hjallakirkja, því að þetta er eitt sameiginlegt prestakall.

Við prestarnir höfum jafna viðveru í báðum kirkjum.“

Nú hefur þú starfað í prestakallinu í mánuð. Ertu komin með einhverjar nýjungar í starfinu?

„Varðandi nýjungar í starfinu, þá erum við sr. Alfreð að byggja upp safnaðarstarf sem nær til allra aldurshópa.

Sem dæmi má nefna íþrótta-sunnudagskólann, sem byrjar á þrautabrautum og hreyfingu, svo er söngur og hugleiðing og veglegar veitingar á eftir.

Við erum annars að móta þetta starf núna svo það á ef til vill ýmislegt skemmtilegt eftir að líta dagsins ljós.“

Nú hefur þú starfað við hlið eiginmanns þíns í afar víðfemu, en tiltölulega fámennu prestakalli. Hver er munurinn á því að starfa í borg og sveit?

„Það er ýmislegt öðruvísi við borgarprestskapinn og sveitaprestinn.

Segja má að presturinn í sveitinni þurfi að gera ýmislegt það sem dreifist á fleiri hendur í borginni.

Sem betur fer er þó alls staðar til fólk sem vill kirkjunni sinni hið allra besta og er boðið og búið að aðstoða.“

Nú er mikil samvinna milli prestanna í Kópavogi. Í hverju felst hún?

„Samvinna prestanna í Kópavogi felst í því, fyrir utan það að hafa vaktsímann, að við hittumst og spjöllum og berum saman bækur okkar.

Og vil ég taka fram að það ríkir einstök vinátta á milli okkar allra prestanna.

Að lokum langar mig bara að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem ég starfa með, leikra og lærðra.

Ég lít björtum augum til framtíðar og óska öllum blessunar Guðs“


sagði sr. Hildur að lokum.

 

Myndir hér fyrir neðan eru frá athöfninni.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi