Bleikur október í Ástjarnarkirkju

6. október 2023

Bleikur október í Ástjarnarkirkju

Ástjarnarkirkja böðuð norðurljósum

Bleikur október er víða haldinn í heiðri í kirkjum landsins í þessum mánuði.

Bleikur október er haldinn til að minna á konur sem þjást af krabbameini og sýna þeim samstöðu.

Í þessum mánuði má finna marga kirkjulega viðburði þar sem safnað er bæði fyrir Krabbameinsfélagið og Ljósið.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Nánar má sjá um Ljósið hér.

Bleikur október verður haldinn hátíðlegur í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði enda málefnið þarft og snertir hverja fjölskyldu.

Fulltrúi frá Krabbameinsfélagi Íslands heimsækir eldri borgara 11. október með fræðslu og Bleika slaufu, sem seld er til styrktar félaginu, en 11. október er einmitt Bleiki dagurinn.

Nánar má sjá um Krabbameinsfélagið hér.

Bleik guðsþjónusta verður síðan haldin 15. október kl. 17:00.

Hjónin Karl Olgeirsson og Sigga Eyrún sjá um tónlistarflutning og Sólveig Ása Tryggvadóttir miðlar af reynslu sinni en hún hefur háð krefjandi baráttu við sjúkdóminn.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á bleika slaufuköku með rjóma og fleira góðgæti.

Kirkjan verðuð böðuð bleikri birtu.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Eldri borgarar

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls