Uppskerumessa í Hafnarfjarðarkirkju

6. október 2023

Uppskerumessa í Hafnarfjarðarkirkju

Kvenfélagskonur í Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 8. október er uppskerumessa í Hafnarfjarðarkirkju.

Haustinu og uppskerunni er fagnað með uppskeruguðsþjónustu og grænmetissölu, en þetta er annað árið í röð sem Kvenfélag kirkjunnar selur grænmeti eftir uppskeruguðsþjónustu.

Í ár mun ágóðinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Að sögn sr. Jónínu Ólafsdóttur sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju þá „verður þakkað fyrir uppskeru haustsins og gjafir jarðar í guðsþjónustunni.

Grænmetið verður blessað og sungnar verða grænmetisvísur Dýranna í Hálsaskógi ásamt vel völdum sálmum úr sálmabók að sjálfsögðu.“

Hún hvetur fólk til að fjölmenna í kirkjuna til að fagna uppskerunni.

Svo öll séu tilbúinn í sönginn má hér til gamans birta textann af grænmetisvísunum:

Þeir sem bara borða kjöt

og bjúgu alla daga

þeir feitir verða og flón af því

og fá svo illt í maga.

En gott er að borða gulrótina,

grófa brauðið, steinseljuna,

krækiber og kartöflur

og kálblöð og hrámeti.

Þá fá allir mettan maga,

menn þá verða alla daga

eins og lömbin ung í haga,

laus við slen og leti.


Sá er fá vill fisk og kjöt

hann frændur sína étur

og maginn sýkist molnar tönn

og melt hann ekki getur.

En gott er að borða gulrótina,

grófa brauðið, steinseljuna,

krækiber og kartöflur

og kálblöð og tómata.

Hann verður sæll og viðmótsljúfur

og vinamargur, heilladrjúgur

og fær heilar, hvítar tennur,

heilsu má ei glata.


Textann samdi eins og alþjóð veit Thorbjørn Egner og Kristján frá Djúpalæk þýddi þessar skemmtilegu vísur, sem sungnar verða í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn.

 

slg



  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Hjálparstarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls