Kirkjuafmæli í Innra- Hólmi

9. október 2023

Kirkjuafmæli í Innra- Hólmi

Sr. Ólöf Margrét í nýuppgerðri kirkjunni

Sunnudaginn 8. október var haldið veglega upp á 130 ára afmæli Innra- Hólmskirkju og því fagnað að nú hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á kirkjunni.

Árið 1892 var Innra-Hólmskirkja í Hvalfjarðarsveit vígð.

Hún hefur nú fengið verðskuldað viðhald og aðhlynningu sem velunnarar hafa styrkt og sóknarnefnd ásamt fleirum haft umsjón með.

Þessum tímamótum var fagnað og kirkjan formlega tekin í notkun að nýju við hátíðamessu í kirkjunni í gær.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiteraði söfnuðinn og prédikaði í messunni.

Prestar í Garða- og Saurbæjarprestakalli þjónuðu fyrir altari, en það eru þau sr. Þráinn Haraldsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir.

Kór Saurbæjarprestakalls söng og Zsuzsanna Budai lék á orgelið og stjórnaði söng.

Meðhjálpari var Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Að sögn sr. Ólafar Margrétar Snorradóttur prests í Garða- og Saurbæjarprestakalli

„þá lásu konur í sóknarnefnd ritningarlestra og Kór Saurbæjarprestakalls söng og organisti kirkjunnar Zsuzsanna Budai lék á orgelið.

Biskup Íslands kom meðal annars inn á það í prédikun sinni hve mikil menningarverðmæti eru í gömlum kirkjum landsins og ekki síður hve mikil tengsl fólk á við kirkjuna sína, sem sést vel á framkvæmdum sem þessum.

Eftir messu var boðið í kirkjukaffi í félagsheimilinu Miðgarði og mátti þar sjá myndir af ástandi kirkjunnar áður en framkvæmdir hófust og hvernig verkinu miðaði áfram.“

Og hún bætti við:

„Það var hópur fermingarbarna ársins 1963 sem átti frumkvæðið að þessum endurbótum og höfðu þau umsjón með þeim ásamt sóknarnefndinni.

Einstaklingar og fyrirtæki styrktu endurbæturnar með frjálsum framlögum.

Þá hefur sóknarnefndin verið með jólamarkað undanfarin ár og rann allur ágóðinn til framkvæmdanna.

Húsafriðunarsjóður, Jöfnunarsjóður sókna og Hvalfjarðarsveit veittu einnig styrki til þessara endurbóta.

Í kaffinu söng kórinn nokkur lög og formaður sóknarnefndar, Ragnheiður Guðmundsdóttir sagði frá tildrögum þess að ráðist var í endurbæturnar og hvernig þeim miðaði og þá afhenti sóknarnefndin fermingarárgangnum sem vann að þessum verkefni blóm og þakkaði vinnu þeirra.“

Hér fyrir neðan má sjá myndir af kirkjunni fyrir og eftir viðgerðina, svo og myndir frá messunni og kirkjukaffinu.

 

slg


Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Sóknarnefndir

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls