Frumflutningur á nýrri messu í Grensáskirkju

11. október 2023

Frumflutningur á nýrri messu í Grensáskirkju

Bjarni Gunnarsson

Sunnudaginn 15. október kl. 11:00 verður frumflutt ný messa í Grensáskirkju eftir Bjarna Gunnarsson stærðfræðikennara við Menntaskólann í Reykjavík.

Messan er að mestu hefðbundin að formi, en tón og tónlist er öll eftir Bjarna.

Fágætt er að nýtt tón sé samið við helgihald kirkjunnar en skemmtilegt er að prófa eitthvað nýtt og verður forvitnilegt að heyra og sjá hvernig hið nýja tón og hin nýja tónlist Bjarna Gunnarssonar hljómar í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag.

Þrír kórar munu frumflytja nýju messuna, en auk Kirkjukórs Grensáskirkju munu Karlakór KFUM og Kvennakórinn Ljósbrot syngja við helgihald sunnudagsins, þar sem Bjarni sjálfur mun leika undir á píanó.

Kantór Grensáskirkju, Ásta Haraldsdóttir, stjórnar tónlistinni, en hún er stjórnandi Kirkjukórs Grensáskirkju sem og Karlakórs KFUM.

Keith Reid stjórnar Kvennakórnum Ljósbroti, en saman munu þau leiða kórstjórnina.


Í athöfninni mun séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setja séra Maríu G. Ágústsdóttur inn í embætti sóknarprests við prestakallið.

Séra María mun prédika og þjóna til altaris ásamt messuþjónum.

Myndir hér fyrir neðan eru af Ástu Haraldsdóttur, sr. Maríu G. Ágústsdóttur og Keith Reed.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Kirkjustaðir

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi