Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags

16. október 2023

Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags

Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar í Jerúsalem boða til alþjóðlegs bænadags á morgun 17. október til að „styðja öll þau sem þjást í stríðinu og fjölskyldur þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi" segir í yfirlýsingu frá 13. október.

„Auk þess hvetjum við alla aðila til lægja öldurnar til þess að bjarga saklausum borgurum“ segir í yfirlýsingunni þar sem hvatt er til að gera viðeigandi ráðstafanir til að forða yfirvofandi hörmungum á Gaza.

„Landið helga hefur tekið dramatískum breytingum á einni viku“ segir í yfirlýsingunni.

„Við erum nú vitni að nýrri tegund ofbeldis með óréttlætanlegum árásum á óbreytta borgara.“

Þar sem spenna hefur aukist og saklaust fólk geldur hana dýru verði segja kirkjuleiðtogarnir:

„að rýma norður hluta Gaza og biðja 1,1 milljón íbúa – meðal annars fólk úr kirkjudeildum okkar- að flýja til suðurs innan 24 tíma mun aðeins auka þessar hræðilegu hörmungar“

segir í yfirlýsingunni.

„Íbúar á Gaza hafa verið sviptir rafmagni, vatni, eldsneyti, fæðu og lyfja.“

Alkirkjuráðið biður allar aðildarkirkjur sínar og allt góðviljað fólk að sameinast í bæn fyrir friði, til að hjálpa þeim sem þjást og hafa misst ástvini sína.

Nánar má sjá á vefslóðum hér fyrir neðan:

Jerusalem Heads of Churches urge addressing humanitarian crisis in Gaza (WCC news release 13 October 2023)

WCC calls for a new approach to conflict in Palestine and Israel (WCC news release 13 October 2023)

Church leaders in Holy Land call for de-escalation, respect for human rights (WCC news release 12 October 2023)

Service of Lament for Palestine and Israel: “we solidly believe in the sanctity of life” (WCC news release 12 October 2023)

WCC urgently appeals for immediate ceasefire in Israel and Palestine (WCC news release 7 October 2023)



slg


  • Ályktun

  • Flóttafólk

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls