Opin aðalæfing á sálumessu Mozarts

20. október 2023

Opin aðalæfing á sálumessu Mozarts

Sálumessa Mozarts verður flutt á Óperudögum af Hátíðarkór Óperudaga, í samvinnu við Hallgrímskirkju og Norðuróp.

Kórstjóri er Steinar Logi Helgason og Lára Bryndís Eggertsdóttir spilar með á orgel.

Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að áheyrendum er boðið að syngja með í kórunum í „sing along“ stíl og því um einstakt tækifæri að ræða til að syngja þetta fallega verk í miklum fjöldasöng.

Tónleikagestir sem vilja syngja með eru eindregið hvattir til að taka með eigin nótur.

Takmarkað upplag verður til láns við dyrnar en þeim sem vilja eignast nótur er bent á Tónastöðina.

Flytjendur eru:

Hátiðarkór Óperudaga, Bryndís Guðjónsdóttir, sem syngur sópran, Guja Sandholt, sem syngur mezzó-sópran, Gissur Páll Gissurarson, sem syngur tenór og Jóhann Smári Sævarsson, sem syngur bassa.

Stjórnandi er Steinar Logi Helgason og organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.


Opin aðalæfing.

Laugardaginn 21. október klukkan 10:00-12:00 í Hallgrímskirkju verður opin aðalæfing í Hallgrímskirkju.

Tónleikagestir sem hyggjast syngja með eru hvattir til að mæta og er aðgangur ókeypis!

Þetta er einstakt tækifæri fyrir þau sem alltaf hefur dreymt um að syngja þetta fallega verk Mozarts.


Nánar má sjá um viðburðurinn hér.

og á heimasíðu kirkjunnar.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls