Prestsvígsla í Dómkirkjunni

23. október 2023

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

Sr. Daníel Ágúst ásamt biskupi Íslands og vígsluvottum

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígði í gær mag. theol. Daníel Ágúst Gautason til æskulýðsprests í Fossvogsprestakalli. en sr. Daníel hafði áður vígst djáknavígslu.

Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Vígsluvottar voru sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli, sr. María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur í Fossvogsprestakalli, sr. Pálmi Matthíasson fyrrum sóknarprestur í Fossvogsprestakalli, sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra lýsti vígslu og sr. Sveinn Valgeirsson þjónaði fyrir altari.

Samkvæmt facebook síðu Fossvogsprestakalls þá hefur  sr. Daníel Ágúst hefur þjónað söfnuðum Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, undanfarin ár og frá árinu 2018 sem djákni.

Síðan þá hefur hann aflað sér aukinnar menntunar sem og starfsreynslu, en á liðnu ári leysti hann m.a. af prest fatlaðra sem þá var í leyfi í heilt ár.

Áfram mun Daníel Ágúst sinna þeim mikilvægu verkefnum sem hann hefur annast um undanfarin ár í söfnuðum prestakallsins eins og umsjón með æskulýðsfélaginu, barnastarfinu, barnamessunum og fjölskylduguðsþjónustunum og margt fleira.

Með prestsvígslunni öðlast Daníel Ágúst tækifæri til að sinna hinum ýmsu prestsverkum sem mun efla hann í þjónustunni sem og starf safnaðanna til framtíðar.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Daníel Ágúst og bað hann um að segja svolítið af sjálfum sér.

„Ég er fæddur á Akureyri þann 29. nóvember árið 1994.

Ég flutti fjögurra ára til Reykjavíkur og hef búið hér síðan.

Eftir að hafa klárað Réttarholtsskóla hóf ég nám á félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Ég stefndi alltaf á það að fara í guðfræði.

Ég byrjaði svo í guðfræðideild Háskóla Íslands árið 2014.

Fyrst kláraði ég djáknanámið, svo MA í guðfræði og loks mag.theol námið í febrúar 2022.

Ég byrjaði að vinna í barnamessunum í Bústaðakirkju árið 2011 og hef starfað þar síðan.

Árið 2017 var ég ráðinn sem æskulýðsfulltrúi í Grensáskirkju og árið 2018 hófst samstarf með barna- og æskulýðsstarfi Grensáskirkju og Bústaðakirkju.

Árið 2019 vígðist ég sem djákni til Grensássafnaðar.

Veturinn 2022-2023 leysti ég af prest fatlaðra.

Ég er giftur Katrínu Helgu Ágústsdóttir verkfræðingi.

Saman eigum við einn son.“

Aðspurður um upplifun vígsludagsins sagði sr. Daníel Ágúst:

„Dagurinn í gær var alveg dásamlegur.

Ég var umvafinn fólkinu mínu, sem var mér dýrmætt.

Það var mjög gleðilegt að fá að fylgja þessari köllun sem að ég hef trú á og að þjóna söfnuði sem að mér þykir svona vænt um.“

Sjá myndir frá vígslunni hér fyrir neðan.


slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígsla

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi