Kirkjuþingi 2022-2023 lýkur á morgun

26. október 2023

Kirkjuþingi 2022-2023 lýkur á morgun

Kirkjuþing 2023-2024 sem sett var fyrir ári lýkur á morgun föstudaginn 27. október 2023.

Þingið er haldið í Háteigskirkju.

Dagskrá fundarins sem er 12. fundur þingsins felur bæði í sér fyrri umræðu um ný mál og síðari umræðu um mál sem koma frá nefndum.

Kl. 13:00 verður 12. fundur kirkjuþings settur og gert er ráð fyrir þingslitum kl. 18:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Seinni umræða þingmála kirkjuþings 2022 – 2023 og fyrri umræða um 53. mál, 54. mál og 55. mál.

Þá verður 14. mál tekið til síðari umræðu.

Það er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fjármál þjóðkirkjunnar nr. 13/2021-2022, flutt af fjárhagsnefnd.

Framsögumaður er Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

Þá verður síðari umræða um 15. mál,  sem er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um Þjónustumiðstöð þjóðkirkjunnar nr. 56/2021-2022.

Flutt af fjárhagsnefnd.

Framsögumaður er Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

Þá verður síðari umræða um 47. mál  sem er tillaga að starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði.

Flutt af löggjafarnefnd.

Framsögumaður er sr. Jóhanna Gísladóttir.

Þá verður tekið fyrir 52. mál  og er það síðari umræða.

Er það tillaga að starfsreglum um meðferð mála og aðgerðir er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi, ámælisverða og refsiverða háttsemi innan þjóðkirkjunnar.

Flutt af allsherjarnefnd.

Framsögumaður er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir.

Fyrri umræða er um þrjú ný mál.

Fyrri umræða er um 53. mál.

Er það skýrsla um skipulag þjóðkirkjunnar, sbr. 26. mál  2022-2023, þingsályktun um framtíðarskipan framkvæmdanefndar kirkjuþings.

Flutt af sr. Elínborgu Sturludóttur, sr. Magnúsi Erlingssyni og Óskari Magnússyni.

Framsögumaður er sr. Magnús Erlingsson.

Fyrri umræða er um 54. mál sem er tillaga til þingsályktunar um biskupsembættið.

Flutt af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur og Kristrúnu Heimisdóttur.

Framsögumaður er sr. Bryndís Malla Elídóttir.

Þá fer fram fyrri umræða um 55. mál  sem er tillaga til þingsályktunar um stjórnsýslulegar ákvarðanir biskups Íslands.

Flutt af Óskari Magnússyni.

Framsögumaður er Óskar Magnússon.

 

slg


  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi