Andlátsfregn

6. nóvember 2023

Andlátsfregn

Sr. Sigfús Baldvin Ingvason

Sr. Sigfús Baldvin Ingvason er látinn sextugur að aldri.

Sigfús fæddist á Akureyri þann 10. apríl árið 1963.

Foreldrar hans eru Ingvi Svavar Þórðarson og Ásgerður Snorradóttir.

Sigfús varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1986 og cand. theol. frá Háskóla íslands 1. febrúar árið 1992.

Hann hafði umsjón með sunnudagaskóla í Digranessókn og sá um barna- og æslulýðsstarf KFUM og KFUK.

Hann var starfsmaður Kristilegra skólasamtaka og forstöðumaður sumarbúða KFUM og KFUK á Hólavatni.

Hann var fræðari á fermingarnámskeiðum í Skálholti og hafði umsjón með félagsstarfi fatlaðra í Reykjavík.

Hann var æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju.

Sr. Sigfús var vígður þann 15. ágúst árið 1993 til Keflavíkurkirkju.

Hann leysti af sem sóknarprestur í Útskálasókn í Kjalarnesprófastsdæmi árið 1995-1996.


Hann baðst lausnar frá embætti þann 1. ágúst árið 2015 af heilsufarsástæðum.

Eftirlifandi eiginkona sr. Sigfúsar er Laufey Gísladóttir.

Dætur þeirra eru Birta Rut Tiasha og Hanna Björk Atreye.

 

slg


  • Frétt

  • Prestar og djáknar

  • Andlát

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi