Norrænt kirkjukóramót haldið á Íslandi

14. nóvember 2023

Norrænt kirkjukóramót haldið á Íslandi

Í frétt frá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar segir að nýlega hafi hist í Reykjavík norræn undirbúningsnefnd fyrir spennandi mót sem haldið verður hér á landi vorið 2025.

Um er að ræða norrænt kirkjukóramót þar sem ungir sem aldnir kórsöngvarar úr kirkjum allsstaðar að af Norðurlöndunum koma saman og syngja.

Fulltrúar í norrænu nefndinni eru frá Færeyjum, Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Á mótinu verða í boði fjölbreyttar vinnusmiðjur sem þátttakendur geta valið um.

Sungin verða lög á öllum norðurlandamálunum og æft verður verk sem allir 350-400 þátttakendur mótsins syngja saman.

Í lokin halda vinnusmiðjurnar tónleika og mótinu lýkur svo með messu í Hallgrímskirkju.

Mótið mun að mestu fara fram í Tækniskólanum í Reykjavík og í Hallgrímskirkju.

Íslenskur starfshópur vinnur að skipulagningu mótsins.

Skráning á mótið hefst 1. september 2024 en nú þegar er hægt að tryggja sér forgang að skráningu með því að senda tölvupóst á songmalastjori@kirkjan.is

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingaspjald um mótið.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Alþjóðastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi