Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

21. nóvember 2023

Endurmenntunarnámskeið Tónskóla þjóðkirkjunnar

Á vormisseri ársins 2024 verða ýmis spennandi endurmenntunarnámskeið í boði á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Námskeiðin eru skipulögð og hugsuð fyrir starfsfólk kirkjunnar og nemendur skólans til að bæta við þekkingu sína og eflast í starfi.

Meðal námskeiða sem í boði verða eru barnakórstjórn, orgelspunanámskeið og svokölluð Ljómandi námskeið sem eru hugsuð sem vettvangur fyrir innblástur, góðar hugmyndir og jafnvel hugljómanir fyrir fólk í starfi í kirkjum og aðra áhugasama um viðfangsefni námskeiðanna.

Einnig eru í boði einkatímar í ryþmískum hljómborðsleik, á orgel og í söng.

Að sögn söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Guðnýjar Einarsdóttur þá er vakin athygli á að hægt er að skrá sig í einkatíma í söng fyrir áramótin ef áhugi er fyrir hendi.

Söngkennsla er í boði um land allt og einnig sem netkennsla.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu skólans og fer skráning fram með tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is

Að lokum vill Guðný, sem einnig er skólastjóri Tónskólans vekja athygli á því að stéttarfélög veita félögum sínum styrki fyrir ýmsum endurmenntunarnámskeiðum, meðal annars þeim sem kennd eru við Tónskóla þjóðkirkjunnar.


slg


  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Námskeið

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi