Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings
Framkvæmdanefnd kirkjuþings, sem kosin var á kirkjuþingi þann 18. nóvember síðast liðinn kom saman föstudaginn 24. nóvember til fyrsta fundar (óformlegs) í fundarsal rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, Laugardal, að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík.
Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sat einnig fundinn.
Nefndina skipa kirkjuþingsfulltrúarnir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi, Einar Már Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri og Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands.
Rúnar var kosinn formaður nefndarinnar á kirkjuþinginu.
Á myndinni eru:
Einar Már Sigurðarson á skjánum, sr. Arna Grétarsdóttir, Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings og Rúnar Vilhjálmsson.
Eiríkur Guðlaugsson, lögmaður á rekstrarstofunni er ritari nefndarinnar.
slg