Hádegisverður fyrir eldri borgara í Seltjarnarneskirkju

29. nóvember 2023

Hádegisverður fyrir eldri borgara í Seltjarnarneskirkju

Seltjarnarneskirkja býður eldri bæjarbúum til hádegisverðar síðasta þriðjudag hvers mánaðar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Glæsilegur matur er ævinlega á borðum, kótilettur í raspi eða snitsel eða annað í þeim dúr með lauksóu, kartöflum rauðkáli og salati.

Fólk borgar lítillega fyrir matinn.

Auk þess eru haldin fróðleg erindi sem áhugavert er að hlusta á.

Þriðjudaginn 28. nóvember var boðið upp á snitsel og á eftir var ís og ávextir og kaffi.

Elín Hirst las upp úr bók sinni Afi minn stríðsfanginn.

Voru það átakanlegar lýsingar á því þegar afi hennar, sem var Þjóðverji, var handtekinn eftir hernám Breta hér á landi og haldið frá fjölskyldu sinni í sjö ár, bæði af Bretum og íslenskum stjórnvöldum.

Eftir upplestur Elínar og nokkrar umræður, las Magnús Jochum Pálsson upp úr ljóðabók sinni Mannakjöt, sem kom út nú á haustdögum.

Góður rómur var gerður að matnum og því andlega fóðri sem á boðstólum var.

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Eldri borgarar

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi