Aðventuhátíðir um helgina í Reykjavík

30. nóvember 2023

Aðventuhátíðir um helgina í Reykjavík

Aðventukrans í Seltjarnarneskirkju

Fyrsti sunnudagur í aðventu er nú 3. desember, en hann getur verið frá 27. nóvember til 3. desember.

Aðventan hefst því eins seint og mögulegt er í ár og fjórði sunnudagur í aðventu verður því á aðfangadag.

Hefð er fyrir því í kirkjunni að halda aðventuhátíðir um allt land og margar þeirra eru haldnar nú um helgina þó aðrar kirkjur haldi þær þegar líða fer á aðventuna.

Í höfuðborginni verða aðventuhátíðir á eftirtöldum stöðum á sunnudaginn.

 

Aðventuhátíð verður í Bústaðakirkju fyrsta sunnudag í aðventu 3. desember á vígsludegi kirkjunnar klukkan 17:00.

Jónas Þórir og hljómsveit munu djassa jólalögin á undan athöfn.

Með Jónasi Þóri í hljómsveitinni verða Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Stefán S. Stefánsson á sax og slagverk, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Gunnlaugur Briem á trommur.

Barnakór Fossvogs syngur undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Sævars Helga Jóhannssonar.

Kammerkór Bústaðakirkju syngur.

Einsöngvarar verða Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Austmann Harðardóttir, Bernadett Hegyi, Bjarni Atlason, Gréta Hergils Valdimarsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og næsti borgarstjóri Reykjavíkur, flytur hátíðarræðu.

 

Aðventukvöld verður í Seltjarnarneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu klukkan 18:00.

Brynjar Níelsson flytur hugleiðingu.

Kammerkór og barnakór Seltjarnarneskirkju syngja.

 

Aðventukvöld verður í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 20:00.

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er ræðumaður kvöldsins og börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds.

Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti flytja falleg tónverk.

Prestar Dómkirkjunnar flytja ritningarorð og bænir.

Að samkomunni lokinni verður boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.



Í Hallgrímskirkju verður Barrokk á aðventunni - Telemann og Händel fyrsta sunnudag í aðventu, 3. desember kl. 17:00.

Þar koma fram Barokkbandið Brák sem fiðluleikarinn Georg Kallweit leiðir að þessu sinni sem konsertmeistari sveitarinnar.

Aðrir flytjendur eru Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel, Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og Fjölnir Ólafsson barítón.

 

Aðventuhátíð verður í Langholtskirkju, fyrsta sunnudag í aðventu klukkan 17:00.

Allir kórar kirkjunnar flytja aðventu- og jólatónlist.

Auk þess spilar Lúðrasveitin Svanur.

Lesin verður jólasaga, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna.

 

Í Laugarneskirkju verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11:00 .

Ljúf stund verður inni í kirkju áður en haldið verður út að tendra á jólatrénu.

Sr. Hjalti, Emma og Þorsteinn leiða stundina.

Heitt súkkulaði og smákökur fyrir öll, dýrmætt samfélag.

Aðventukvöld verður í Laugarneskirkju kl. 20:00 .

Ebba Guðný Guðmundsdóttir flytur hugvekju.

Hildigunnur Einarsdóttir syngur einsöng.

Brasshópur úr Skólahljómsveit Austurbæjar, stjórnandi er Ingibjörg Guðlaugsdóttir.

Kór Laugarneskirkju syngur.

Organisti Elísabet Þórðardóttir, sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina.

 

Aðventuhátíð verður haldin í Guðríðarkirkju í Grafarholti 3.desember klukkan 17:00.

Kórar Guðríðarkirkju koma fram á hátíðinni, kirkjukór undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur og Stjörnukór, Bangsakór og Krílakór undir stjórn Öldu Dísar Arnardóttur.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir syngur með kórunum og einsöng.

Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu.

Heitt súkkulaði og smákökur að stundinni lokinni.

 

Hátíðarguðsþjónusta verður í Árbæjarkirkju klukkan 14:00 3. desember.

Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari.

Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prédikar.

Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.

Organisti er Stefán H. Kristinsson.

Kór félags eldri borgara í Reykjavík syngur.

Stjórnandi kórsins er Kristín Jóhannesdóttir.

Líkanarsjóðshappdrætti kvenfélagsins.

Veglegir vinningar í boði sem bæði einstaklingar og fyrirtæki í söfnuðinum hafa gefið.

Afrakstur sölunnar fer óskiptur til bágstaddra í söfnuðinum.

Kökubasar og sala hannyrða.

 

Aðventuhátíð verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 3. desember kl. 18:00 á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Allir kórar kirkjunnar syngja.

Barna- og unglingakór Grafavogs, Vox Populi og Kór Grafarvogskirkju.

Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld flytur hugleiðingu.

Fermingarbörn taka þátt í hátíðinni með lestri á ritningartextum.

Öll syngja saman jólalög.

Falleg og huglúf stund í upphafi aðventu.

 

Aðventuhátíð á ljúfum nótum verður í Seljakirkju kl. 17:00 á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Kór Seljakirkju, barnakórar Seljakirkju og Seljaskóla syngja aðventu- og jólalög.

Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, æskulýðsleiðtogi úr unglingastarfi kirkjunnar flytur aðventuhugvekju.

 

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 3. desember klukkan 20:00, verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson leiða stundina og lesa ritningartexta og jólasögu.

Kór Fella- og Hólakirkju flytur fallega og hugljúfa jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

Gréta Salóme Stefánsdóttir syngur einsöng og leikur á fiðlu.

Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúðaráðs í Breiðholti og varaborgarfulltrúi, flytur aðventuhugvekju.

Aðventukvöldið endar á samsöng við kertaljós eins og hefð er fyrir þar sem kirkjugestir synga Heims um ból.

Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

 

slg




  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi