Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis
Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjuna stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali.
Yfirskrift dagatalsins í ár er: "Vil ég mitt hjartað vaggan sé“ og er sótt í sálm númer 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í sálmabókinni.
Fyrir hvern dag desember fram að jólum er opnaður nýr gluggi með uppörvandi myndbandi sem varir í eina mínútu.
Fólk með margs konar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar.
Myndböndin eru tekin upp í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi.
Jóladagatalið má finna hér.
Að sögn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi þá er „markmiðið með jóladagatalinu að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang.
Það er einnig markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu sem bera uppi kirkjustarfið, en eru ekki alltaf sýnileg og einnig að sýna kirkjur prófastsdæmisins í jóla- og aðventubúningi.“
slg